
„Til að gera framúrskarandi veislu, hvort sem um er að ræða litla veislu eða stærri veislu, þá þarf að vanda valið á veitingunum mjög vel,“ segir Tanja Líf.
Mikilvægt er að gestir upplifi að hugsað sé til þeirra í undirbúningi og að eitthvað standi öllum til boða. „Það þarf að passa að hafa eitthvað fyrir börnin, en líka að hafa þetta ekki of barnvænt þannig að veitingarnar séu bara pizza margarita.“
„Það er ekkert súrara en að vera vegan eða grænmetisæta og geta ekki borðað neitt í veislunni
Auk þess er gott að vera með á hreinu hvort einhverjir gestir séu með sérþarfir þegar kemur að mat. „Það þarf að taka það inn í reikninginn. Það er ekkert súrara en að vera vegan eða grænmetisæta og geta ekki borðað neitt í veislunni.“
Tanja Líf segir AT veisluþjónustu geta mætt sérþörfum allra enda bjóði þau upp á fjölbreytt úrval, þar á meðal eru blómkálseggjabrauð, parmaskinka, grísa taco og kjúklingaspjót.

Litir og upphækkanir
Þegar kemur að framsetningu skiptir máli að vera með liti og fjölbreytileika á borðinu samkvæmt Tönju Líf. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með mismunandi sósur, marineringar, eitthvað í brauðhjúp, sumt bara í kryddi og svo framvegis,“ segir hún.
„Það er lykilatriði að vera með merkingar
Annað atriði eru upphækkanir. Bæði ýta þær undir fegurð framsetningar og gera gestum kleift að teyja sig yfir borðið án þess að eiga á hættu að fá mat í fötin. „Um leið og þú setur tvo þrjá diska, það þarf ekki meira, á upphækkun, þá verður þetta upplyftandi. Ég veit ekki hvernig á að …