1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

Ástin leiðir fólk í hjónaband. Á fyrri tímum hófu hjón almennt búskap eftir að hafa játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum. Í dag eru nýgift hjón oft reynslumikil eftir jafnvel margra ára búskap, þegar þau ganga í hjónaband. Að ýmsu er þó að huga, segir sóknarprestur í Dómkirkjunni.

Sveinn Valgeirsson Dómkikjuprestur
Sr. Sveinn Valgeirsson„Einhver hélt því fram að þegar fólk gengur í hjónaband þá sé það yfirlýsing um að þau vilji verða eitt; ekki að þau eigi að verða eins. Ákveðinn kærleikur felst líka í því að viðkomandi gefi þeim sem hann elskar kost á að vaxa líka á sínum forsendum.“
Mynd: Golli

Sr. Sveinn Valgeirsson er sóknarprestur Dómkirkjunnar og þau eru mörg pörin sem hann hefur gefið í hjónaband og um brúðkaupið sjálft segir hann: „Þetta er náttúrlega löggerningur þannig að hjónaefni þurfa að hafa samband við Þjóðskrá og sýslumann og láta gera könnunarvottorðið; þetta er ekki löglegt nema að þeir hlutir séu allir í lagi og það verður að vera búið að undirbúa þá áður.“

Í könnunarvottorði segir meðal annars: „Hjónaefni ábyrgjast með undirritun sinni að ofangreindar upplýsingar eru réttar og lýsa því yfir að viðlögðum drengskap að þau viti ekki um tálma á fyrirhuguðum hjúskap skv. hjúskaparlögum nr. 31/1993.“ Einnig segir: „Undirritaðir svaramenn hjónaefna ábyrgjast hér með að enginn lagatálmi sbr. II. og III. kafla laga nr. 31/1993 er á fyrirhuguðum hjúskap.“

Á síðu Stjórnarráðs Íslands kemur fram: „Könnun hjónavígsluskilyrða mun einungis fara fram hjá sýslumanni, frá og með 1 september næstkomandi. Könnun hjónavígsluskilyrða, áður en hjónavígsla fer fram, verður nú ekki lengur á hendi presta eða forstöðumanna trú- og lífskoðunarfélaga og umboðsmanna þeirra og gildir einu hvort hjónaefni eiga lögheimili hér á landi eða ekki. Vígsluheimildir presta og forstöðumanna trú- og lífsskoðunarfélaga og umboðsmanna þeirra verða óbreyttar, þannig að hjónaefni geta áfram valið hver framkvæmir hjónavígsluna, en þau þurfa að leita til sýslumanns fyrst til þess að kanna hvort hjónavígsluskilyrði séu uppfyllt. Útgáfa könnunarvottorðs sýslumanns er forsenda þess að hjónavígsla megi fara fram.“ (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/08/25/Syslumadur-annast-konnun-hjonavigsluskilyrda/)

Hver dagur hátíðisdagur

Verðandi brúðhjón sem gifta sig að kristnum sið og hjá Þjóðkirkjunni mæta almennt einu sinni eða tvisvar til prests til undirbúnings. Sveinn segir að ritúalið snúist ekki um að spyrja hvort þau séu ástfangin. „Við vitum það. Ég er sjaldnast að leggja línurnar fyrir fólk hvernig það eigi að hafa þetta þannig séð; þau eru búin að búa í einhvern tíma og reyna ýmsa hluti sem hjón ganga í gegnum þannig …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð

Fasteignir húsnæði
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí