1
Grein

5 ráð fyrir umhirðu garðplanta

2
Fjármál

Slæmar tölur fyrir húsnæðislánin

3
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“

4
Grein

Lífsgæði að vera með gróðurhús

5
Grein

Það er margt í dag til að vera þakklátur fyrir

6
Grein

Notaði fossinn sem sturtu á unglingsárunum

7
Grein

„Vinir koma hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu til þess að fara í smá hænsnaþerapíu“

8
Grein

Spennandi grillbúnaður fyrir sumarið

Til baka

Grein

Fæ mikið út úr því að hjálpa fólki

Guðmundur Birkir Pálsson, best þekktur sem Gummi Kíró, er lífskúnstner, áhrifavaldur og ástfanginn maður. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt en í dag er hafinn nýr kafli og á fallegu heimilinu verða til margar hugmyndir, til dæmis varðandi fyrirhugað brúðkaup hans og unnustunnar.

Gummi kíró  - innlit
Í stofunni heimaGummi segist vera margar ólíkar manneskjur.
Mynd: Golli

Sex hæða nútímalegt fjölbýlishús. Hvít Tesla ekur upp að húsinu og út úr bílnum stígur maður í hvítum fötum. Hann gengur inn í húsið og nokkrum mínútum síðar fer blaðamaður sömu leið, vildi leyfa manninum að komast allavega inn til sín.

Bjart er yfir íbúðinni eins og yfir Guðmundi Birki Pálmasyni sem fleiri kannast við sem Gumma kíró. Hann er hlýlegur við fyrstu kynni. Eins og einhver ró sé yfir honum.

Hann býður til sætis í ljósum sófa í stofunni. Hvítt marmaraborð er við sófann. Arco-lampinn frægi frá Flos eins og svífur yfir okkur þar sem hann stendur á hvítum marmarastalli. Á móti er Eames-húsbóndastóllinn frægi sem naut sín í framhaldsþáttunum um sálfræðinginn Frasier Crane sem varð fyrst vinsæll í þáttunum Staupasteinn, Cheers.

Við ætlum að tala um hitt og þetta, og meira um íbúðina síðar.

Gummi kíró  - innlit
Spegill sem er eins og listaverkGummi hefur alltaf litið fólk hornauga sem skiptir um kennitölur. Nú viti hann hvað það sé ömurleg reynsla. Spegillinn er frá Heimili og hugmyndir.
Mynd: Golli

Úr borg í sveitasamfélag

Guðmundur fæddist á Ísafirði og fjölskyldan bjó um tíma í Bolungarvík, á Selfossi, í Reykjavík og loks Danmörku í þrjú ár. Í lok þeirrar dvalar fékk faðir hans boð um að gerast kaupfélagsstjóri á Hornafirði og flutti fjölskyldan þangað. „Það var mikið stökk að fara úr borgarmenningunni í svona lítið sveitasamfélag. Ég fór úr því að vera að leika mér á hjólabretti og BMX-hjóli í að sjá stráka á mínum aldri vera að draga á eftir sér leikfangabíla.“

Náttúran allt í kring hafi mótað hann sem persónu og listamann, en hann málaði lengi málverk sem hann seldi. „Málverkin mín endurspegla landslagið þar, sem er stórbrotið. Fimm skriðjöklar sjást út um eldhúsgluggann hjá mömmu og pabba. Það er …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Maggý
Grein

Notaði fossinn sem sturtu á unglingsárunum

Sveinbjörn Ari Gunnarsson og gróðurhús
Grein

Lífsgæði að vera með gróðurhús

Helga með moltuna sína - Heimilisblað
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“