
Góður undirbúningur leggur grunninn að góðu matarboði! Með góðum undirbúningi færð þú tækifæri til þess að vera góður og yfirvegaður gestgjafi sem hefur nægan tíma fyrir gestina, getur tekið þátt í spjalli og notið kvöldsins.
Það er óþægilegt að fá boð í mat og líða hálfilla bróðurpart kvöldsins vegna þess að maður finnur mikið fyrir stressi gestgjafans. Sem gesti líður manni oft illa yfir öllu þessu ómaki. Þá til dæmis þegar gestgjafinn er alltaf á fullu í eldhúsinu, nær ekki að taka þátt í samræðum eða hefur miklar áhyggjur af því að maturinn sé nógu góður.
Matarboð eiga að snúast um að hitta fólkið sitt og eiga góða stund saman.

Leggja á borð kvöldið áður
Með því að leggja á borðið með góðum fyrirvara, til dæmis kvöldinu áður eða morguninn fyrir matarboðið, þá nærðu að spara þér hellings vinnu. Þá er hægt að leggja mesta áherslu á að undirbúa matinn og gefa matseldinni þá athygli sem krefst til þess að allt gangi upp!
Undirbúa til að einfalda lífið
Það er að ýmsu að huga í gestgjafahlutverkinu, til dæmis að sjá til þess að fólk sé alltaf með drykk í glasinu. Með því að undirbúa hluti eins og að setja vatn í flösku inn í kæli, undirbúa sódavatn, taka saman glös fyrir fordrykk, kökudiska og eftirréttargaffla fyrir eftirrétt þá sparar þú þér hellings vinnu sem þú værir annars að sinna á meðan matarboðinu stendur. Með því að undirbúa allt sem hægt er að undirbúa kaupir þú þér dýrmætan tíma til þess að sinna gestunum, taka þátt í spjalli og njóta kvöldsins.
Bjóða upp á skotheldan rétt sem þú hefur eldað áður
Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið. Bjóddu upp á rétt sem þú veist að er skotheldur …