1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Franskar fjölskyldur halda í þá hefð að borða eggjakökur saman.

Omelette pascale

Annar í páskum er almennur frídagur í Frakklandi og er hefðbundið að fagna honum með L'omelette Pascale et géante. Í Suður-Frakklandi er haldin árleg páskahátíð þar sem aðalatriðið er tilbúningur á risastórri páskaeggjaköku, sem er 4 metrar í þvermál og inniheldur 15.000 egg. Hefðin, sem á rætur að rekja til miðalda, var að fara á milli bæja til að safna eins mörgum hænueggjum og mögulegt var. Eggjunum var síðan dreift sem eggjakökum til þeirra sem minnst máttu sín. Til að fagna páskum í dag koma fjölskyldur saman og deila páskaeggjakökunni, þessum einfalda og góða rétti. Í Occitaníu eru fjölskyldur sérstaklega tengdar þessari hefð þar sem hún er líka tækifæri til að eyða fallegum degi saman umkringd fólkinu sem þú elskar! Þessi réttur er flambéraður með brandí (plómu eða peru)! Það eru til margar mismunandi uppskriftir en hér er ein einföld.

Uppskrift fyrir fjóra:

8 egg

200 g af sykri

Plómu- eða perubrandí

Olía

Salt

Aðferð:

Þeytið eggin í skálinni, bætið sykri við og örlitlu salti. Geymið smávegis af sykrinum til að flambera. Hitið olíuna á pönnunni. Þegar pannan er heit, bætið þeyttum eggjum á hana. Bragðbætið eftir ykkar smekk. Eldið í um það bil tvær mínútur.


Á meðan eggjakakan er að eldast er áfengið hitað í potti.

Bætið 3 matskeiðum af sykri yfir eggjakökuna. Hellið heita áfenginu yfir eggjakökuna og hún er tilbúin. Gott að borða með jarðarberjum og bláberjum.

Verði ykkur að góðu!

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð

Fasteignir húsnæði
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí