1
Grein

5 ráð fyrir umhirðu garðplanta

2
Fjármál

Slæmar tölur fyrir húsnæðislánin

3
Veggurinn

Það skiptir öllu máli að hafa fallega list í kringum sig

4
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“

5
Grein

„Hver dagur er gleði“

6
Grein

Pelargónía hreinsar loft og kryddar kökur

7
Grein

Ánægður garðeigandi einkennir góðan garð

8
Grein

Fæ mikið út úr því að hjálpa fólki

Til baka

Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

Bjarni Snæbjörnsson hefur gefið á annað hundrað hjón saman. Hann segir það magnað að verða vitni að kærleikanum og hamingjunni sem pör upplifa í kringum giftingarnar.

Bjarni Snæbjörnsson
Mynd: Kristín María Jónsdóttir

Bjarni Snæbjörnsson hefur gefið á annað hundrað hjón saman. Hann segir það magnað að verða vitni að kærleikanum og hamingjunni sem pör upplifa í kringum giftingarnar.

Það eru tæp fimmtán ár síðan Bjarni Snæbjörnsson skráði sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég var mjög ósáttur við marga hluti sem voru í gangi þar, sérstaklega hvað varðar hjónabönd samkynhneigðra. Ég var að leita að trú- eða lífsskoðunarfélagi sem ég gæti tengt mig við. Þá fann ég Siðmennt.“

Það vildi svo til að Siðmennt var að leita að athafnastjórum og Bjarna fannst starfið eiga vel við sig. Hann er menntaður leikari með meistaragráðu í listkennslufræðum og hefur auk þess lokið BA-prófi í ensku.

Bjarni lýsir Siðmennt sem fallegum og mikilvægum hópi sem kemur saman í húmanískum kærleiksgildum. Starf athafnastjóra veitir honum mikla gleði. „Það er eiginlega alveg ólýsanlegt að ég hlakki alltaf til þegar nýtt par hefur samband,“ segir Bjarni. „Ég hlakka til að eiga fundi, kynnast og búa til kærleiks- og gleðistemningu. Það verður aldrei gamalt.“

Stóri dagurinn

Fyrsta giftingin er honum eftirminnileg. Bjarni gaf tvo Ástrali saman undir berum himni úti á Gróttu. „Ég man mjög vel eftir þeim, þeir voru frábærir.“ Það er algengt að erlend pör sem gifta sig á Íslandi vilji vera úti. „Sama hvenær ársins það er. Þau koma full af bjartsýni og halda að Ísland muni veita þeim besta veður sem sést hefur,“ segir Bjarni og hlær góðlátlega. Mörg þeirra nálgast Bjarna í gegnum Pink Iceland, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig meðal annars í að skipuleggja giftingar hinsegin fólks.

Spurður hvað hann hafi gefið mörg hjón saman hugsar Bjarni sig um. „Þau eru örugglega komin hátt í tvö hundruð.“ Bjarni segir það magnað að fá að taka þátt í stóra deginum hjá svona mörgum hjónum, bæði íslenskum og erlendum. „Að kynnast fólki í sínu ástríkasta og berskjaldaðasta tímabili sem giftingarnar eru oft, það er alveg magnað og ólýsanlegt og gefur mér von fyrir hönd heimsins.“ Kærleikurinn sem fylgir giftingum er sérstaklega mikilvægur nú þegar bakslag …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Helga með moltuna sína - Heimilisblað
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“

Húsnæði hús seyðisfjörður fasteignir húsnæðislán
Fjármál

Slæmar tölur fyrir húsnæðislánin

shutterstock_1810820188
Grein

Spennandi grillbúnaður fyrir sumarið

útilega sumar 2017
Grein

5 ráð fyrir umhirðu garðplanta