Harpa Lind Hjálmarsdóttir er með vinsælli áhrifavöldum á Íslandi og heldur úti hlaðvarpinu Sirpan. Ein af hennar uppáhaldsuppskriftum eru hafra pönnukökur. „Þetta er eitthvað sem ég fæ mér mjög reglulega í morgunmat, og er dugleg að stækka uppskriftina svo aðrir geti notið þeirra með mér,“ segir hún.
Einföld uppskrift sem hentar vel fyrir einn:
1/2 banani
1 dl hafrar
2 egg
Vanilludropar
Hnífsoddur salt
1/4 tsk. lyftiduft (má sleppa)

Öll hráefnin eru sett í blandara og blandað saman, úr því verður deig sem leyft er að standa í smá stund (u.þ.b. 3 mín.) til að hafrarnir fái tækifæri til að drekka í sig smá vökva. Ef deigið er enn þá of þunnt þá er sniðugt að bæta við smá höfrum til viðbótar. Ef deigið er of þykkt þá er sniðugt að setja smá mjólk í það.
Deiginu er síðan hellt á pönnu sem er við vægan hita, hægt að gera eina risastóra pönnuköku, eða nokkrar minni. Þegar það fara að myndast loftbólur í deiginu er kominn tími á að snúa pönnukökunum.
Mér finnst best að toppa þær með jarðarberjasultu, hnetusmjöri og jafnvel ferskum jarðarberjum.