1
Grein

5 ráð fyrir umhirðu garðplanta

2
Fjármál

Slæmar tölur fyrir húsnæðislánin

3
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“

4
Grein

Lífsgæði að vera með gróðurhús

5
Grein

Það er margt í dag til að vera þakklátur fyrir

6
Grein

Notaði fossinn sem sturtu á unglingsárunum

7
Grein

„Vinir koma hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu til þess að fara í smá hænsnaþerapíu“

8
Grein

Spennandi grillbúnaður fyrir sumarið

Til baka

Fjármál

Góðar tölur fyrir verðtryggð lán

Nýjar verðbólgutölur sýna að í júní eru verðtryggðu lánin mun hagstæðari en þau óverðtryggðu.

Ísafjörður húsnæði hús Vestfirðir
Húsnæði á ÍsafirðiÓverðtryggðu lánin koma verr út en þau verðtryggðu í júní.
Mynd: Shutterstock

Verðtryggð verða mun hagstæðari en óverðtryggðu lánin í júnímánuði, eftir að jákvæðar verðbólgutölur birtust hjá Hagstofunni. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% í maí, en hún hækkaði um 0,93% í aprílmánuði einum og sér, sem olli töluverðri hækkun á verðtryggðum lánum innan maímánaðar.

Húsnæðiseigendur standa frammi fyrir vali milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána, en vegna hárra vaxta í óverðtryggðum lánum þarf mikla verðbólgu til þess að þau verðtryggðu verði óhagstæðari.

Óverðtryggður vextir fást lægstir 8,3% hjá Arion banka, af stóru lánastofnunum, ef þeir eru fastir, en fara neðst í 8,5% ef þeir eru breytilegir hjá Auði, sem hóf innreið sína í húsnæðislán í vikunni.

Í komandi júnímánuði verður munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum óvenjulega mikill. Jafnað fyrir verðbólgu eru verðtryggðu lánin um einu til fjórum prósentustigum hagstæðari í vaxtabyrði en óverðtryggðu lánin.

Lífeyrissjóðir verðtryggða vexti niður í 3,15% og stóru bankarnir frá 4% til 5%. Þar sem vísitala neysluverðs, sem er nýtt til verðtryggingar, hækkar aðeins um 2,4% á ársgrundvelli maí munu verðtryggðu lánin bera vexti sem nema 5,39% til 7,4%, en óverðtryggðir vextir eru á bilinu 8,3% til 9,5%.

Seðlabankinn spáði því í Peningamálum sínum í síðustu viku að verðbólga yrði áfram lág næstu mánuði. Verðbólgan hefur árstíðarbundið verið mikil á öðrum ársfjórðungi, vegna mikillar verðbólgu í apríl. Á þriðja ársfjórðungi spáir Seðlabankinn 3,4% verðbólgu á ársgrundvelli, sem þýðir að verðtryggð lán eru hagstæðari fram að því að vextirnir á þeim ná 4,9%, miðað við að hagstæðustu óverðtryggðu vextir séu áfram 8,3%, en verðtryggðir vextir eru hæstir 5% hjá Íslandsbanka en eru 4% hjá Landsbankanum, svo dæmi sé nefnt. Því yrði Íslandsbankalánið óhagstæðara en fastir óverðtryggðir vextir á þriðja ársfjórðungi.

Á fjórða ársfjórðungi spáir Seðlabankinn því að verðbólga á ársgrundvelli verði aðeins 2,1% og þyrfti þá verðtryggða lánið að bera vexti upp að 6,2% til þess að teljast óhagstæðara …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Maggý
Grein

Notaði fossinn sem sturtu á unglingsárunum

Sveinbjörn Ari Gunnarsson og gróðurhús
Grein

Lífsgæði að vera með gróðurhús

Helga með moltuna sína - Heimilisblað
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“