Reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði
Ritstjóri Heimilisblaðsins ber ábyrgð á því efni sem birtist í hvers kyns útgáfu þess, aukaútgáfum og á vefnum heimilisbladid.is. Ritstjóri starfar í umboði stjórnar Sameinaða útgáfufélagsins ehf.
Ritstjóri hagar umfjöllunum í samræmi við stefnu miðilsins og siðareglur.
Faglegur aðskilnaður er á milli ritstjórnar og auglýsingadeildar. Hugsanlegar kynningar eða markaðsefni eru unnar af öðrum en föstum starfsmönnum á ritstjórn og merktar sem slíkar.
Áminning og uppsögn starfsmanns á ritstjórn fer eftir ákvæðum kjarasamninga og þeim lögum sem í gildi eru á hverjum tíma.
*skv. 24. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011