Um Heimilisblaðið
Nýtt blað fyrir heimilið þitt
Heimilisblaðið er mánaðarlegt blað um málefni heimilisins og fjölskyldunnar. Blaðið er gefið út af Sameinaða útgáfufélaginu, sem einnig gefur út Heimildina. Allir áskrifendur Heimildarinnar munu fá blaðið sent heim með Heimildinni einu sinni í mánuði að jafnaði. Til viðbótar verður Heimilisblaðið í frídreifingu í dagvöruverslunum, sundlaugum, veitingastöðum og víðar. Hægt verður að fá áskrift að Heimilisblaðinu og fá blaðið sent heim, auk aðgangs að efni á vefnum. Heimilisblaðið er óháður miðill í dreifðu eignarhaldi.
Ritstjóri er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og umsjónarmaður Eik Arnþórsdóttir. Heimilisblaðið var fyrst gefið út 1894 til 1896 og síðar frá árunum 1912 til 1983. Því er það hér með endurreist.