1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Grein

Ykkar brúðkaup – og þið megið hafa það eins og þið viljið

Þegar plana á hjónavígslu og brúðkaupsveislu eru oft miklar vangaveltur um það hvað má og hvað má ekki. Svarið er einfalt, þetta er ykkar dagur og þið megið haga honum námkvæmlega eins og ykkur sýnist eða hentar.

shutterstock_2478960553
Mynd: Shutterstock

„It´s my party and I‘ll cry if I want to“ söng Lesley Gore á plötunni I‘ll Cry if I Want to árið 1963. Það er ekki óalgengt að gleðitár séu felld á svo merkum tímamótum eins og vígslu til hjónabands, enda gríðarlega tilfinningaþrungin stund. Við mannfólkið erum eins mismunandi og við erum mörg og þar af leiðandi er hinn fullkomni brúðkaupsdagur ekki eins í hugum okkar allra. Sum okkar sjá hvíta brúðarslörið og gríðarstóra veislu sem stendur fram á rauða nótt í hillingum á meðan önnur sjá fyrir sér huggulega veislu með kaffi og með því að degi til.

Huggulegt kaffiboð

Það er hægt að gera sér glaðan dag með góðu kaffihlaðborði fyrir fjölskyldu og vini. Þetta er sérstaklega vænlegt fyrir þau sem vilja bjóða börn velkomin í sína veislu. Það getur oft verið strembið að finna pössun fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina, sérstaklega þegar allir nánustu vinir og fjölskyldumeðlimir eru partur af veislunni. Þá er stundum ekkert annað í stöðunni en að bjóða börnin velkomin með. Útbúa jafnvel skemmtilegt leikhorn eða fá einhvern sniðugan aðila til þess að vera með leiki eða skemmtun fyrir börnin til þess að hafa ofan af fyrir þeim. Sama hvort kaffihlaðborðið sé heima fyrir eða í sal þá er hægt að gera daginn hátíðlegan með fallegum skreytingum og atriðum eða ræðuhöldum. Svo er þessi lending líka tilvalin fyrir þau sem eru ekki spennt fyrir áfengisdrykkju eða partístandi.

Fámennt en góðmennt

Það má ekki gleyma því að hjónaband ver ýmsa hagsmuni fyrir pör. Erfðarrétturinn færist yfir á maka þannig að ef börn eru í spilinu eða sameiginlegar eignir og fjárhagur þá er skynsamlegasti kosturinn að ganga í hjónaband. Fyrir sum er hjónavígsla án stóru veislunnar hentugasti kosturinn að sinni og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Til dæmis eru flutningar erlendis til lands þar sem hentugra …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Edda Björk og Magnús - brúðkaupsblaðið
Grein

„Að upplifa allt með mínu besta fólki þótti mér vænst um“

Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð