Til baka

Garðurinn

„Við tölum aldrei um galla, við tölum bara um karakter“

Í Heiðmörk er viðarvinnsla á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þar er grisjunarviður nýttur í burðarþol, eldhúsinnréttingar, kofa og fleira. Starfsmenn viðarvinnslunnar segja sjálfbærni lykilatriði og vilja þeir stuðla að uppbyggilegu skógarsamtali. Það er til dæmis gert með því að fá trésmíðanema í vettvangsferðir.

Skógrækt Reykjavíkur 09
Teitur og KáriEru starfsmenn í viðarvinnslu Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk. Þar eru ýmis verkefni í gangi sem stuðla að sjálfbærni og auka þekkingu á íslensku timbri.
Mynd: Víkingur

Kári Gylfason, verkefna- og ritstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, stendur fyrir utan viðarvinnslu félagsins og tekur brosandi á móti blaðamanni. Við vélsögina er Teitur Björgvinsson, umsjónarmaður viðarvinnslunnar og lærður húsgagnasmiður, með trjábol við höndina. 

Í viðarvinnslunni er grisjunarviður úr Heiðmörk nýttur á sjálfbæran hátt í húsgögn, innréttingar, bekki og aðra nytsamlega hluti. Þangað er einnig hægt að flytja tré af höfuðborgarsvæðinu og eru þau þá nýtt í sams konar verkefni. 

Skógrækt Reykjavíkur 08
Teitur BjörgvinssonUmsjónarmaður viðarvinnslunnar segir mikilvægt að finna trjám hlutverk.
Mynd: Víkingur

Engir gallar, bara karakter

Viðarvinnslan hefur verið til í 15 ár en umsvif hennar hafa stigmagnast síðustu fimm ár samhliða auknum trjávexti í Heiðmörk.

Nýverið hlaut Skógræktarfélag Reykjavíkur styrk frá Aski, mannvirkjarannsóknasjóði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, til að kanna hvað þarf til að fella, þurrka og nýta aspir og garðahlyni úr höfuðborginni. „Mikið af þeim harðviði sem er á Íslandi liggur í görðum,“ útskýrir Teitur. Hann segir til dæmis mikið notagildi í öspum en að þeim hafi oft verið komið fyrir á vitlausa staði og það komið fólki á óvart hve hratt þær vaxa. „Þá er þetta bara spurning um að finna út úr því hvernig við getum heiðrað þetta tré með því að nýta það,“ segir hann. 

„Þá er þetta bara spurning um að finna út úr því hvernig við getum heiðrað þetta tré með því að nýta það“

Inni í viðarvinnslunni liggur einmitt hefluð ösp á hillu. „Við tölum aldrei um galla, við tölum bara um karakter,“ segir Teitur og horfir á öspina. „Ef það [tréð] nýtist ekki í einhvers konar burðarþol vitum við að það er pottþétt annað hlutverk sem það getur fengið.“ Hlutverk þessarar aspar verður að geyma bolla, skálar og annan eldhúsbúnað á heimili í Reykjavík.

Skógrækt Reykjavíkur 07

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Skógrækt Reykjavíkur 09
Garðurinn

„Við tölum aldrei um galla, við tölum bara um karakter“

Benni og Hrafnhildur - eigendur Plöntunnar - Plantan
Heimilið

„Það er extra jólalegt fyrir norðan“