1
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

2
Matur

Bragðið er náttúrlega alveg sérstakt

3
Innlit

„Ég vildi hafa heimilið fallegt“

4
Ferðalög

Lestir gerðu sumarleyfi í Normandí aðgengilegri fyrir almenning

5
Hönnun

Keramíkverk eru tímalaus

6
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni

7
Matur

Gómsætt og hollt lasagna

8
Heimilistæki

Tæki, áhöld o.fl. fyrir heimilið

Til baka

Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

Verðbólgan tekur stökk.

Fasteignir húsnæði
Meiri kostnaðurHækkun vísitölu neysluverðs í apríl hefur áhrif á vaxtaumhverfi og höfuðstól verðtryggðra lána.
Mynd: Shutterstock

Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að verðtryggðu húsnæðislán landsmanna munu hækka um 0,93% í maímánuði einum og sér.

Ástæðan er að hækkun flugfargjalda, matvöru og reiknaðrar húsaleigu hífir upp vísitölu neysluverðs, sem á að endurspegla kostnaðinn við framfærslu á Íslandi.

Þannig hækkuðu flugfargjöld um 20%, matvara um 0,8% og reiknuð húsaleiga um 1,1%. Hækkun flugfargjalda er að hluta árstíðarbundin.

Fyrir þau sem hafa verðtryggð húsnæðislán þýðir þetta að í maímánuði hækkar höfuðstóll lánsins um 0,93%, dreift yfir mánuðinn. Það þýðir að hækkun 20 milljóna króna láns verður tæpar 200 þúsund krónur í mánuðinum, 40 milljóna króna lán tæpar 400 þúsund krónur og 60 milljóna króna lán tæpar 600 þúsund krónur.

Hækkun vísitölu neyslurverðs í apríl er mun meiri en í apríl í fyrra, en þá var hún 0,55%. Á verðbólguárinu 2023 hækkaði vísitalan hins vegar um 1,31%. Þetta er mesta hækkun vísitölunnar frá febrúar í fyrra.

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 4,2% og hækkar úr 3,8% frá síðasta mánuði.

Afleiðingarnar fyrir fólk með óverðtryggð lán geta verið að Seðlabankinn muni seinna eða síður lækka stýrivexti og því muni háir húsnæðislánavextir vara lengur.

Greining Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækkaði um nokkuð minna, eða 0,8%, og myndi það marka „hlé á hjöðnun verðbólgunnar“. Íslandsbanki spáir því að vísitalan hækki minna næstu mánuði, eða 0,2% í maí, 0,4% í júní og 0,3% í júlí.

Grafið sýnir þróun helstu kostnaðarliða sem hafa áhrif á verðbólguna.

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


heimilisahold
Heimilistæki

Eldhústæki og -tól í brúðargjöf

Deauville 1
Ferðalög

Lestir gerðu sumarleyfi í Normandí aðgengilegri fyrir almenning

jason-briscoe-GliaHAJ3_5A-unsplash
Heimilistæki

Tæki, áhöld o.fl. fyrir heimilið

Úlfar Finnbjörnsson og grillmatur
Matur

Bragðið er náttúrlega alveg sérstakt