1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

Baldur Ó. Svavarsson, arkitekt og einn eigenda teiknistofunnar Úti og inni, hefur hannað margs konar húsnæði í gegnum árin. Þegar hann er spurður hvert sé uppáhaldsverkið sem hann sjálfur hefur hannað, nefnir hann sjö íbúða „raðhús“ sem hann hannaði og sem byggð voru á þakhæð Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum. „Það var einstaklega sérstakt og skemmtilegt verkefni.“

Baldur Ó. Svavarsson
Mynd: Golli

Fiskiðjan í Vestmannaeyjum var byggð um miðja 20. öld við Ægisgarð, rétt við höfnina í Eyjum, og um tíma var Fiskiðjan eitt af stærstu frystihúsum á landinu. Verbúð var á þaki hússins í áratugi sem samanstóð af 50 herbergjum. Baldur Ó. Svavarsson, arkitekt og einn eigenda teiknistofunnar Úti og inni, segir að það sé skemmtilegt hvernig fiskvinnsluhús voru skipulögð og hönnuð á árum áður sem hluti af bæjarskipulaginu og sem hluti af bæjarmyndinni. „Þetta gæti allt eins verið skrifstofuhús eða íbúðarhús en þegar fiskvinnsluhús eru byggð í dag þá eru oft byggðar einhverjar gluggalausar og leiðinlegar skemmur.“

fiskidjan-grunnmyndir-2-270919-01-01
Teikning sem sýnir að „raðhúsin“ - íbúðirnar - eru misstór.

Svo byrjaði að gjósa í Eyjum 23. janúar árið 1973 og húsið stóðst þá áraun. „Það er svo öflugt burðarvirki í húsinu af því að þetta var fiskvinnsluhús þar sem voru stórar og þungar vélar þannig að það er ótrúlega öflugt og sterkt, enda stóð það af sér hraunflæðið. Hraunið náði alveg að þessu húsi og það er til þekkt mynd úr Eyjagosinu þar sem hraunið rennur á milli þessa húss og húss við hliðina. Það hús var svo illa farið eftir gosið að það var rifið en þetta hús var gert upp.“

Á 10. áratugnum fluttist fiskvinnslan smám saman annað og í gegnum árin hefur ýmiss konar starfsemi verið í húsinu og það svo í reiðileysi um árabil. Í desember 2007 var eldur laus í byggingunni á annarri hæð og reykur um allt húsið og grunaði lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða og var fjöldi manns yfirheyrður. Húsið hafði verið mannlaust og lokað á þeim tíma en hljómsveitir þó til að mynda fengið að æfa þar. Má því segja að hvorki hraunrennsli né eldur hafi getað grandað þessu stóra húsi.

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð

Fasteignir húsnæði
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí