Til baka

Ferðalög

Þessu máttu ekki missa af í París í desember

Ef þið eruð á leiðinni til Parísar yfir aðventuna þá eru þar nokkrir staðir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

París
Mynd: Léonard Cotte

Það er eitthvað einstakt við jólin í París og alltaf jafnheillandi upplifun að labba um hverfin. Hvert horn borgarinnar er fallega skreytt og töfraljómi yfir borginni, það minnir mann á að njóta augnabliksins og samverunnar. Ljósaborgin er umvafin glitrandi skrauti, ilmurinn af ristuðum möndlum og heitu kakói svífur um göturnar.

Champs Elysees, Paris
Mynd: Stephanie LeBlanc

Ljósin á Champs-Élysées

Þegar myrkrið skellur á þá er gaman að labba eftir allri breiðgötunni, þúsundir ljósapera ljóma í trjánum eftir allri götunni. Þetta er hjarta jólastemningarinnar í París, þar sem gaman er að njóta með sínu fólki.

Jólamarkaðurinn í Tuileries-garðinum

Þessi markaður er einn sá vinsælasti í borginni. Hér blandast ilmur af heitu víni og nýbökuðum crepes. Þar er margs konar handverk og jólaskraut til sölu og einnig hægt að smakka ljúffengan franskan mat eins og raclette og galette.

París - Printemps gluggaskreytingar

Galeries Lafayette og Printemps

Verslanirnar á Boulevard Haussmann bjóða upp á litríkar gluggaskreytingar þar sem hugsað er út í hvert smáatriði, þemað í ár er New York. Svæðið breytist í töfraheim sem laðar að bæði börn og fullorðna og ekki má gleyma jólatrénu undir glerhvelfingunni.

Eiffel-turninn, París
Mynd: Chris Karidis

Eiffel-turninn

Að skauta á fyrstu hæð Eiffel-turnsins er einstakt og eftirminnileg upplifun og ekki skemmir að hafa fallegt útsýni yfir borgina í leiðinni. Margir safnast við Trocadéro-torgið til að horfa á turninn glitra.

Sætindi

Bakaríin fyllast af bûche de Noël, makkarónum og handgerðum súkkulaðibitum. Að smakka franskt sætabrauð um aðventuna er eiginlega skylda.

Skautasvell í Grand Palais, París
Mynd: Passion Leica

Skautasvell inni í Grand Palais

Eitt fallegasta skautasvellið þar sem þú ert umkringdur einstökum arkitektúr. Gaman að renna sér þar með fjölskyldunni í töfrandi …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Kjartan Páll Eyjólfsson EPAL
Hönnun

„Á meðan maður hefur ástríðuna þá heldur maður áfram“

Björn Þór Sigurbjörnsson þjálfari
Heilsa

Reglufesta skiptir mestu máli fyrir heilbrigði