1
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

2
Grein

Fimm þrifráð

3
Hönnun

Keramíkverk eru tímalaus

4
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni

Til baka

Grein

Þar sem náttúran fær að njóta sín

Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur í áraraðir boðið upp á brúðkaupsmyndatökur úti í náttúrunni. Hann leggur áherslu á að brúðhjón mæti með góða skapið, þetta sé gleðidagur og það skipti ekki máli hvernig veðrið er, enda hafa margar af hans bestu myndum verið teknar í vondu veðri.

Brúðkaupsblað - Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari

Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari er reynslubolti á sínu sviði en hann hefur starfað við ljósmyndun í áratugi. Hann segir að ef mikil skipulagning er á bak við fyrirhugað brúðkaup sé best að tilvonandi brúðhjón fái fagaðila til að hjálpa þeim við að skipuleggja bæði brúðkaupið og brúðkaupsveisluna. „Fólk sem er að fara að gifta sig þarf að slaka á og njóta. Mér finnst það vera mikilvægt.“

Það þarf til dæmis að panta brúðkaupsmyndatökuna með góðum fyrirvara og nefnir Bragi Þór að það ætti að gera með allavega hálfs árs fyrirvara þótt það sé allur gangur á því. „Ég held að það sé lágmark. Það er ekki þar með sagt að það sé vonlaust að fá tíma með minni fyrirvara, svo sem mánuði áður, en til að vera viss er betra að fara að huga að þessu í kringum áramótin ef brúðkaupið verður að sumri til.“

Bragi Þór Jósefsson
Bragi ÞórÞað þarf að panta brúðkaupsmyndatöku með góðum fyrirvara. Bragi Þór mælir með hálfs árs fyrirvara.
Mynd: Golli

Bragi Þór, sem almennt tekur brúðkaupsmyndir úti í náttúrunni, reynir að hitta tilvonandi brúðhjón fyrir brúðkaupsdaginn og ræða þau meðal annars hvert eigi að fara til að mynda.

„Það er enginn að láta mynda sig í stúdíói í dag; ég veit ekki til þess. Það er alveg búið sem betur fer og ég hef ekki séð stúdíóbrúðkaupsmyndir í að minnsta kosti tíu ár. Allar svona myndir eru teknar til dæmis í kirkjunni, úti í garði eða úti í náttúrunni.“

Stundum vill fólk láta mynda sig þegar það hefur sig til fyrir brúðkaupið, svo sem þegar brúðurin er að fara í brúðarkjólinn og setur á sig skartið. „Ég er sjálfur ekkert spenntur fyrir þannig myndatökum en sumir vilja það og það er allt í lagi. En …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Húsnæði Reykjavík
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

Hallveig Rúnarsdóttir - söngkona
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni