Leik- og tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld Hjálmarsdóttir og rapparinn og viðskiptafræðingurinn Arnar Freyr Frostason eru búin að vera saman í áratug. Þau eru gift og eiga tvö börn, fimm ára gamla dóttur og þriggja ára gamlan son.
„Ég tók fyrst eftir honum sumarið 2015. Ég sá hann koma fram í Druslugöngunni og hugsaði með mér að mig langaði til að byrja með þessum gaur. Hljómsveitirnar okkar voru síðan bókaðar saman á Sjallanum lokadaginn um verslunarmannahelgina og þar byrjuðum við að tala saman og við höfum ekki hætt að tala saman síðan.“

Salka Sól vissi að hann væri rappari og áður en þau hittust hafði hún kynnt sér tónlistina hans. „Mér fannst hann vera svo áhugaverður, mér fannst hann skrifa svo flottan texta og mér fannst hann bara vera heillandi gaur. Það var svo fyndið þegar við kynntumst að við vissum bæði að við værum fyrir hvort annað. Við smullum saman og vorum búin að vera ótrúlega stutt saman þegar við gátum talað um allt og ekki verið feimin við það og við höfum eiginlega alltaf verið þannig. Ég man að ég hugsaði stundum með mér að ég talaði almennt ekki mikið um eitthvað ákveðið efni en samt hafði ég þörf fyrir að segja honum allt um það. Hann var líka þannig hvað mig varðar.“

Áskoranir
Hjónin hafa gengið í gegnum ýmislegt á þessum áratug og það er ástin sem hefur haldið þeim saman þegar á móti hefur blásið. „Við höfum alltaf vitað að við myndum komast í gegnum einhverjar lægðir í okkar sambandi,“ segir Salka Sól, en …