Til baka

Heimilið

„Það er extra jólalegt fyrir norðan“

Bernódus Óli Einarsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir fluttu í lok september ásamt syni sínum, Ými, í draumaíbúðina í Vogahverfi við Laugardalinn. Þau eiga og reka kaffihúsið Plöntuna á horni Njálsgötu og Barónsstígs og Plöntuna Bístró ásamt Júlíu Sif Liljudóttur. Heimilisblaðið fékk að forvitnast um jólamatinn í ár og líta inn á fallega heimilið þeirra.

Benni og Hrafnhildur - eigendur Plöntunnar - Plantan
Mynd: Golli
Benni og Hrafnhildur - eigendur Plöntunnar - Plantan
Mynd: Golli
Benni og Hrafnhildur - eigendur Plöntunnar - Plantan
Mynd: Golli
Benni og Hrafnhildur - eigendur Plöntunnar - Plantan
Mynd: Golli
Benni og Hrafnhildur - eigendur Plöntunnar - Plantan
Mynd: Golli

Kynntust í útskriftarferðinni

Benni flutti til Akureyrar þegar hann var átta ára og lítur á sig sem Akureyring, en Hrafnhildur er úr Skagafirði. Þau stunduðu bæði nám við Menntaskólann á Akureyri og byrjuðu að vera saman síðasta árið þar. Hrafnhildur hóf svo nám í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands árið 2020 og útskrifaðist 2023. Á meðan einbeitti Benni sér að vinnu og starfsframa, en þannig kynntist hann Júlíu Sif. „Ég áttaði mig á að hún var með einhvern draum í maganum um að opna vegan-kaffihús, ég sagði henni að Hrafnhildur væri líka með hann og kynni þær. Þá fór boltinn bara að rúlla,“ segir Benni. Það hefur margt drifið á daga parsins og nýjasta ævintýrið átti sér stað í haust þegar þau festu kaup á draumaeigninni í Vogahverfinu.

Benni og Hrafnhildur - eigendur Plöntunnar - Plantan
Mynd: Golli

Gerðu draumahúsnæðið að sínu

Íbúðin, sem er tveggja hæða mið- og efri hæð í húsi frá um miðja síðustu öld, var áður í eigu fjölskyldumeðlima Hrafnhildar. Því höfðu þau varið miklum tíma í henni áður en þau fluttu sjálf inn. Þó að fyrri eigendur hafi verið með fallegan stíl þá réðust Benni og Hrafnhildur strax í það að gera íbúðina að sinni. „Við ákváðum að mála allt og vera svolítið djörf í eldhúsinu og fara í retro-grænan lit,“ segir Benni. Eldhúsið er mikið notað á heimilinu enda er eldamennska helsta ástríða Hrafnhildar. Stofan er svo máluð með appelsínugulri kalkmálningu sem er bæði hlýleg og tónar vel við miðtuttugustu aldar straumana í íbúðinni. Aðspurð hvort þau hafi alltaf verið sammála varðandi …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Skógrækt Reykjavíkur 09
Garðurinn

„Við tölum aldrei um galla, við tölum bara um karakter“

Benni og Hrafnhildur - eigendur Plöntunnar - Plantan
Heimilið

„Það er extra jólalegt fyrir norðan“