1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Innlit

Stílhrein kósíheit

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrirtækjaeigandi og golfari, býr ásamt fjölskyldu sinni í tveggja hæða raðhúsi þar sem mínímalisminn og hlýleikinn leika sér saman. Ólafía Þórunn er fyrirmynd margra. Hún hefur gengið í gegnum erfiðleika, svo sem áfallastreituröskun og kulnun, og stendur keik eftir þá reynslu og getur án efa hjálpað öðrum í sömu sporum með því að segja frá reynslu sinni.

Ólafía Þórunn
Hjónin Ólafía Þórunn og Thomas og yngri sonur þeirra, Alexander. Tolli málaði málverkið sem er af Herðubreið.
Mynd: Golli

Þorri er handan við hornið og vetrarsólin reynir sitt besta til að láta ljós sitt skína. Nýleg hús og flottur arkitektúr njóta sín í Urriðaholti og í einu þeirra, tveggja hæða raðhúsi, býr Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrirtækjaeigandi og golfari, ásamt fjölskyldu sinni. Eiginmaðurinn er Þjóðverjinn Thomas Bojanowski, sem rekur fyrirtækið Scholarbook, og synirnir eru Maron, sem er þriggja og hálfs árs, og Alexander sem verður eins árs núna í febrúar. Maron er í leikskólanum en Alexander sefur í vagni úti á svölum.

Húsið og heimili fjölskyldunnar er ekki það eina sem er eins og listaverk – útsýnið úr stofugluggunum er eins og síbreytilegt listaverk þar sem Esjan og Vífilsstaðahlíð blasa við. Og himinninn er listaverk út af fyrir sig.

Hjónin eiga heimili í tveimur löndum en í Þýskalandi eiga þau einbýlishús í borginni Koblenz og þar vaxa blóm í ýmsum litum í garðinum á sumrin. Hjónin festu kaup á íbúð í Urriðaholti árið 2018. Þá var Ólafía Þórunn mikið að keppa í golfi úti í heimi og það árið var hún á Íslandi í allt um sex til átta vikur. Hún segir að þau hafi íhugað að leigja íbúðina á Airbnb en þar sem þau voru svo lítið á landinu og komu því aldrei í ferli þá hættu þau við þau áform. „Við tímdum því heldur eiginlega ekki. Þegar maður er búinn að gera íbúðina sína að heimili þá er það svolítið erfitt.“

Ólafía Þórunn
Nútímaleg og stílhrein hönnun og lóðin eins og listaverk. Svolítið japanskur stíll. Naumhyggja. Steyptir veggir skýla þeim sem sitja í pottunum og glerið veitir útsýni út að Vífilsstaðahlíð.
Mynd: Golli
Ólafía Þórunn
Smáatriði utanhúss.
Mynd: Golli

Viður, svart og hvítt

Svo bar ástin ávöxt. Hjónin áttu von á …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð

Fasteignir húsnæði
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí