
Þorri er handan við hornið og vetrarsólin reynir sitt besta til að láta ljós sitt skína. Nýleg hús og flottur arkitektúr njóta sín í Urriðaholti og í einu þeirra, tveggja hæða raðhúsi, býr Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrirtækjaeigandi og golfari, ásamt fjölskyldu sinni. Eiginmaðurinn er Þjóðverjinn Thomas Bojanowski, sem rekur fyrirtækið Scholarbook, og synirnir eru Maron, sem er þriggja og hálfs árs, og Alexander sem verður eins árs núna í febrúar. Maron er í leikskólanum en Alexander sefur í vagni úti á svölum.
Húsið og heimili fjölskyldunnar er ekki það eina sem er eins og listaverk – útsýnið úr stofugluggunum er eins og síbreytilegt listaverk þar sem Esjan og Vífilsstaðahlíð blasa við. Og himinninn er listaverk út af fyrir sig.
Hjónin eiga heimili í tveimur löndum en í Þýskalandi eiga þau einbýlishús í borginni Koblenz og þar vaxa blóm í ýmsum litum í garðinum á sumrin. Hjónin festu kaup á íbúð í Urriðaholti árið 2018. Þá var Ólafía Þórunn mikið að keppa í golfi úti í heimi og það árið var hún á Íslandi í allt um sex til átta vikur. Hún segir að þau hafi íhugað að leigja íbúðina á Airbnb en þar sem þau voru svo lítið á landinu og komu því aldrei í ferli þá hættu þau við þau áform. „Við tímdum því heldur eiginlega ekki. Þegar maður er búinn að gera íbúðina sína að heimili þá er það svolítið erfitt.“


Viður, svart og hvítt
Svo bar ástin ávöxt. Hjónin áttu von á …