
Blúndukökur
Þessar smákökur eru einfaldar í bakstri og einstaklega góðar með þeyttum rjóma.
- 2 bollar sykur
- 2 bollar haframjöl
- 2 bollar hveiti
- ½ bolli síróp
- ½ rjómi
- 1½ tsk. lyftiduft
- 375 g smjör
- vanilludropar
Aðferð:
- Byrjið á því að bræða smjörið í potti.
- Blandið öllum hráefnunum í pottinn og hrærið vel í undir vægum hita.
- Setjið deigið með teskeið á plötu, þær fletjast mikið út þannig passið að hafa kökurnar ekki mjög stórar.
- Bakað í 200 gráðum í um 8 mínútur.
- Látið líða smástund áður en þið takið kökurnar varlega af plötunni.
- Kökurnar eru svo lagðar saman með þeyttum rjóma á milli.
Hafrakökur
- 8 dl hveiti
- 2 tsk. matarsódi
- 1 tsk. salt
- 400 g smjörlíki
- 4 dl sykur
- 4 dl púðursykur
- 4 egg
- 4 tsk. vanilludropar
- 8 dl korn-flakes
- 8 dl haframjöl
- 4 dl kókosmjöl
- súkkulaðidropar til að skreyta ofan á
Aðferð:
- Smjör, sykur og egg er hrært saman, passið að hræra ekki of lengi.
- Öðru hráefni er blandað saman í skál og eftir það er smjöri, sykri og eggjum bætt út.
- Deigið er svo hnoðað, búnar til litlar kúlur og lagt á bökunarpappírinn.
- Bakað í 200 gráðum í um 15 mínútur, eða þar til þær eru ljósbrúnar.
- Passið að setja súkkulaðidropana á kökurnar um leið og þær koma út úr ofninum þannig að þeor festist betur á þeim.



