1
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

2
Grein

Fimm þrifráð

3
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni

4
Hönnun

Keramíkverk eru tímalaus

Til baka

Fjármál

Slæmar tölur fyrir húsnæðislánin

Óvænt aukning í verðbólgu í júní hækkar verðtryggðu lánin í ágúst.

Húsnæði hús seyðisfjörður fasteignir húsnæðislán
Frá SeyðisfirðiFasteignaverð hefur hækkað langt umfram laun á síðustu þremur árum.
Mynd: Shutterstock

Nýjar tölur yfir þróun vísitölu neysluverðs eru óvænt verri en búist var við. Vísitalan hækkaði um 0,84% í júnímánuði einum og sér, sem leiðir af sér að höfuðstóll verðtryggðra fasteignalána hækkar jafnt og þétt yfir ágústmánuð um sömu upphæð, aðfrádreginni afborgun sem veltur á lengd lánstímans.

Sérfræðingar Landsbankans og Íslandsbanka höfðu spáð hækkun upp á rúmlega 0,5%.

Eins og Landsbankinn hefur bent á hefur kostnaður við greiðslu húsnæðislána hækkað langt umfram laun á síðustu þremur árum. Þróunin hefur verið óvenjuleg, eins og sjá má á meðfylgjandi grafi.

Sérfræðingar velta nú fyrir sér hversu lengi hækkun húsnæðisverðs getur staðið yfir, en búist er við að verulega hægi á henni.

Í júní hækkaði húsnæðiskostnaður í mælingu Hagstofunnar á verðbólgu um 0,7%. Útreikningurinn byggir á reiknaðri húsaleigu, sem aftur byggir meðal annars á úrtaki húsaleigusamninga sem eru að 40% leyti verðtryggðir. Þannig er ákveðin víxlverkun í hækkunum á verðbólgu.

Húsnæðisverð lækkaði í maímánuði um 0,45%, fyrst og fremst vegna lækkunar sérbýlis á höfuðborgarvsæðinu.

Þróun verðbólgu hefur komið á óvart síðustu mánuði og það ekki af góðu. Verðbólgan, sem er breyting vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði, er nú 4,2%. Á sama tíma hafa lánakjör versnað. Verðtryggðir vextir hafa hækkað töluvert og eru nú á bilinu 4% til 5%, ef frá eru taldir lífeyrissjóðir sem bjóða frá 3,15%. Með því að leggja saman vextina og verðbólgu fást því rúmlega 8% nafnvextir á verðtryggðu lánin.

Óverðtryggðir vextir fást lægstir 8,5% í breytilegu, en með bindingu í þrjú ár 8,3% lægst hjá Arion banka, af bönkunum, og svo með 5 ára bindingu 8% hjá Íslandsbanka.



Húsnæði Reykjavík
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

Hallveig Rúnarsdóttir - söngkona
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni