Til baka

Matur

Skemmtilegast að setjast niður með góðu fólki og borða

Hildigunnur Einarsdóttir söngkona er mikill matgæðingur og hefur gaman af að dunda sér í eldhúsinu við að búa til góðan mat. Hún segist lítið fara eftir uppskriftum en í stað þess opnar hún ísskápinn, kíkir í skápa og athugar hvað hún á til og þannig verða margir réttir hennar til. Hún segir að það komi með móðurmjólkinni að elda upp úr sér og segist elska ítalskan mat og notar gjarnan ítalskt krydd til að fá það besta í matinn.

Hildigunnur Einarsdóttir söngkona
Mynd: Golli

Hildigunnur Einarsdóttir söngkona er mikill matgæðingur og hefur gaman af að dunda sér í eldhúsinu við að búa til góðan mat. Hún segist lítið fara eftir uppskriftum en í stað þess opnar hún ísskápinn, kíkir í skápa og athugar hvað hún á til og þannig verða margir réttir hennar til. Hún segir að það komi með móðurmjólkinni að elda upp úr sér og segist elska ítalskan mat og notar gjarnan ítalskt krydd til að fá það besta í matinn.

Hildigunnur segist njóta þess að dúlla sér í eldhúsinu, þegar hún hefur tíma en hún les mikið uppskriftir og kaupir uppskriftarblöð og fær þannig hugmyndir. Hún blandar líka saman uppskriftum eftir sínu hugarflugi og gerir að sínu en fyrst og fremst vill hún geta nýtt það sem til er. Hún segir það skipta máli að nota góð krydd en hún passar upp á að alltaf sé til grænmeti, tómatar í dós fyrir grunninn og svo eitthvað sem gefur matnum extra bragð eins og ólífur og kapers.

„Ég er svolítið lík móður minni að ég er betri í að gera rétti upp úr mér en að elda eftir uppskriftum og finnst mjög gaman að elda úr því sem er til og ég finn í ísskápnum. Sumum finnst þetta alveg óskiljanlegt,“ segir Hildigunnur og hlær „en ég á mjög auðvelt með þetta. Ég vann meðfram söngnum í fjögur ár sem hádegisverðarkokkur á arkitektastofu og eldaði fyrir um 20 manns daglega frá 2016–2020. Ég vissi lítið hvað ég var að fara út í og eldaði upp úr mér, en til að byrja með vissi ég ekkert hvernig ég átti að reikna skammtastærðir, en ég var nú frekar fljót að fikra mig í gegnum það og finna út hvað væri gott að nýta til að fá gott bragð í súpur.“

Söngurinn heillaði

Hildigunnur hefur alltaf starfað sem söngkona og segir að í raun hafi ekkert annað komið til greina. „Valið stóð á milli djasssöngs og svo klassísks söngs. Ég prófaði klassískan söng fyrst og fann fljótlega að hann átti við mig. Ég eignaðist dóttur mína 22 ára og var þá á fullu í námi, og strákinn minn 2009, þannig að námið litaðist svolítið af því. Ég var ekki alveg ákveðin hvort ég ætlaði að taka þetta allt leið.

Ég fór til …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Hildigunnur Einarsdóttir söngkona
Matur

Skemmtilegast að setjast niður með góðu fólki og borða

shutterstock_2209498627
Uppskrift

Franskur innblástur fyrir eldhúsið

Miðjarðarhafstíll 2
Sumarhús

Mismunandi stílar í sumarbústöðum

heimilisahold
Heimilistæki

Eldhústæki og -tól í brúðargjöf