

Ólífuolía frá Kalios no.1 er hágæða olía sem vann nýlega til gullverðlauna á alþjóðlegu ólífuolíukeppninni sem haldin var í London í lok síðasta árs. Olían er eftirlæti stjörnukokka úti í heimi og gerir allan mat betri, góð út á salöt, fisk með góðu brauði og svo mætti áfram telja. Kemur í fallegri flösku. Fæst í Hyalín.

Ítalskt grassini er alltaf gott að eiga. Það er bæði afar bragðgott og gefur boðinu ekta ítalskan blæ, auk þess sem gaman er að borða stangirnar. Þær eru góðar með ostabakkanum eða á matborðið með ýmsum réttum. Þessar eru frá Nicolas Vahé og eru kryddaðar með rósmaríni en innihalda fá hráefni. Fakó, verð, 1.480 kr.

Aceto balsamico alla Pesca bianca er lífrænt balsamikedik með ferskjubragði. Það er búið til úr ferskjum úr lífrænum þrúgum og safa úr lífrænum hvítum ferskjum, en í vörunni er enginn viðbættur sykur eða litarefni. Ferskjubalsamedikið passar vel með á salat, jafnvel ásamt olíu, út á ávaxtasalat og út á ís. Epal, verð, 4.950 kr.

Parísarhunangið er ný vara frá Hédène gæðaframleiðanda en vörur frá honum hafa fengist í Hyalín. Það er framleitt með hunangi frá býflugum sem búa á húsþökum Parísar. Í allri framleiðslu vinnur fyrirtækið eftir sjálfbærnimarkmiðum. Hunangið frá Hédène eru aðeins seldar í völdum sælkeraverslunum og er Hyalín eina búðin á Norðurlöndunum sem selur hunangið þeirra.

Barbeque-krydd frá gæðamerkinu Nicholas Vahé er tilvalið að eiga í sumar á grillmatinn. Inniheldur reykta papriku, hvítlausduft, laukduft, svartan pipar, steinselju og garlic powder, onion powder og graslauk. Gott á allt kjöt, kartöflur o.fl. …