1
Grein

5 ráð fyrir umhirðu garðplanta

2
Fjármál

Slæmar tölur fyrir húsnæðislánin

3
Veggurinn

Það skiptir öllu máli að hafa fallega list í kringum sig

4
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“

5
Grein

„Hver dagur er gleði“

6
Grein

Pelargónía hreinsar loft og kryddar kökur

7
Grein

Ánægður garðeigandi einkennir góðan garð

8
Grein

Það er margt í dag til að vera þakklátur fyrir

Til baka

Grein

Nýjungar í matvöru

Frakkar er frægir sælkerar og margir vörpuðu öndinni léttar þegar ljóst var að franska sælkeraverslunin Hyalín hafði fengið nýja eigendur eftir að fyrrverandi eigendur ákváðu að hætta með verslunina. Hyalín selur hágæða matvörur, sultur, fois gras, kex fyrir osta, olíur, panetone fyrir jól og margt fleira að ógleymdu franska hunanginu. Nú þegar sumarið er komið sækir fólk í ferskari matvöru og eitthvað sem er gott með grillmatnum.

nyjungar-i-mat
kalios-huile-olive-01-50cl

Ólífuolía frá Kalios no.1 er hágæða olía sem vann nýlega til gullverðlauna á alþjóðlegu ólífuolíukeppninni sem haldin var í London í lok síðasta árs. Olían er eftirlæti stjörnukokka úti í heimi og gerir allan mat betri, góð út á salöt, fisk með góðu brauði og svo mætti áfram telja. Kemur í fallegri flösku. Fæst í Hyalín.

grassini

Ítalskt grassini er alltaf gott að eiga. Það er bæði afar bragðgott og gefur boðinu ekta ítalskan blæ, auk þess sem gaman er að borða stangirnar. Þær eru góðar með ostabakkanum eða á matborðið með ýmsum réttum. Þessar eru frá Nicolas Vahé og eru kryddaðar með rósmaríni en innihalda fá hráefni. Fakó, verð, 1.480 kr.

620724df-1cae-4614-802f-319ba29d2e81

Aceto balsamico alla Pesca bianca er lífrænt balsamikedik með ferskjubragði. Það er búið til úr ferskjum úr lífrænum þrúgum og safa úr lífrænum hvítum ferskjum, en í vörunni er enginn viðbættur sykur eða litarefni. Ferskjubalsamedikið passar vel með á salat, jafnvel ásamt olíu, út á ávaxtasalat og út á ís. Epal, verð, 4.950 kr.

paris-honey

Parísarhunangið er ný vara frá Hédène gæðaframleiðanda en vörur frá honum hafa fengist í Hyalín. Það er framleitt með hunangi frá býflugum sem búa á húsþökum Parísar. Í allri framleiðslu vinnur fyrirtækið eftir sjálfbærnimarkmiðum. Hunangið frá Hédène eru aðeins seldar í völdum sælkeraverslunum og er Hyalín eina búðin á Norðurlöndunum sem selur hunangið þeirra.

9f264055-de47-41ac-a494-d0f85a677749

Barbeque-krydd frá gæðamerkinu Nicholas Vahé er tilvalið að eiga í sumar á grillmatinn. Inniheldur reykta papriku, hvítlausduft, laukduft, svartan pipar, steinselju og garlic powder, onion powder og graslauk. Gott á allt kjöt, kartöflur o.fl.

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Helga með moltuna sína - Heimilisblað
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“

Húsnæði hús seyðisfjörður fasteignir húsnæðislán
Fjármál

Slæmar tölur fyrir húsnæðislánin

shutterstock_1810820188
Grein

Spennandi grillbúnaður fyrir sumarið