1
Grein

5 ráð fyrir umhirðu garðplanta

2
Fjármál

Slæmar tölur fyrir húsnæðislánin

3
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“

4
Grein

Lífsgæði að vera með gróðurhús

5
Grein

Það er margt í dag til að vera þakklátur fyrir

6
Grein

Hringrás hönnunar – notað með stíl

7
Grein

„Vinir koma hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu til þess að fara í smá hænsnaþerapíu“

8
Grein

Notaði fossinn sem sturtu á unglingsárunum

Til baka

Grein

Notaði fossinn sem sturtu á unglingsárunum

Við Meðalfellsvatn stendur fallegur bústaður sem er í eigu Margrétar Káradóttur og fjölskyldu. Keyrslan er ekki löng frá Reykjavík, ekki skemmir fyrir þessari fallegu leið allt fuglalífið við vatnið og að vera umkringdur fjöllunum sem gefur svæðinu enn meiri sjarma.

Maggý

Ég var fimmtán ára þegar foreldrar mínir byggðu sér sumarhús við Meðalfellsvatn. Við tókum strax ástfóstri við staðinn og þetta varð okkar fjölskylduparadís. Við systkinin erum fjögur og tvö okkar ákváðum að byggja okkur hús hvort sínum megin við foreldra okkar. Börn okkar og barnabörn elska staðinn þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Vatnið, fjöllin og fossar eru alltaf aðdráttarafl. Ég notaði fossinn sem sturtu á mínum unglingsárum og mínir afkomendur elska ískaldan fossinn. Vatnið er spennandi og alltaf einhver veiði, dóttir okkar veiddi maríulaxinn sinn níu ára í Meðalfellsvatni.

Hvernig myndirðu lýsa stílnum á bústaðnum?

Ég er með mjög blandaðan stíl, vil hafa hvítt og dökkt sem er eiginlega blanda af skandinavískum stíl og frönskum sveitastíl. Ég hef fundið tvær verslanir hér á landi sem ég hef verslað mikið við í gegnum árin. Eitt af mínum aðaláhugamálum er að fara á nytjamarkaði erlendis og ég læt engan fara fram hjá mér. Ég á það mikið af skrautmunum að ég skipti út eftir árstíðum.

Stofa - Maggý

Hvaðan færðu innblástur þegar þú ert að breyta og bæta bústaðinn?

Ég elska að nota það sem til er, breyta og bæta. Ekki það að það sé út af sparnaði heldur frekar það að ég þarf alltaf að vera að skapa. Mér er sagt að vogin sé þannig. Hillurnar á baðinu eru af fyrsta grillinu okkar en eftir nýjustu endurbæturnar er minna af mínum gjörningum sjáanlegir. Allar gardínur og rúmteppi hef ég fengið frá dásamlegum handverkskonum á Grikklandi. Það er að verða síðasti séns að versla slíkt þar, þar sem ungar konur eru ekki lengur að sitja við handverk.

Hefurðu alltaf haft áhuga á því sem viðkemur heimilinu og bústaðnum?

Ég hef alltaf haft áhuga á fallegum hlutum og þar kemur áhuginn á því að …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Maggý
Grein

Notaði fossinn sem sturtu á unglingsárunum

Sveinbjörn Ari Gunnarsson og gróðurhús
Grein

Lífsgæði að vera með gróðurhús

Helga með moltuna sína - Heimilisblað
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“