1
Sumarhús

Mismunandi stílar í sumarbústöðum

Til baka

Sumarhús

Mismunandi stílar í sumarbústöðum

Elísabet Ómarsdóttir innanhússarkitekt fer yfir þrjá mismunandi stíla sem henta vel fyrir sumarbústað og geta veitt innblástur ef breytingar eru í bígerð. Hún segir áhugaverða stíla mun fleiri, en mestu skipti að hafa hlýlegt í kringum sig og gera rýmið að sínu.

Miðjarðarhafstíll 2

Vinsælt er að eiga sumarbústað þar sem fólk getur verið umvafið náttúrunni, fjöllunum, átt góðar stundir með sínu fólki og verið oft í meiri afslöppun en heima hjá sér. Á árum áður voru sumarbústaðir minni, oftast viðarklæddir bústaðir, afskekkt athvarf til að hvílast og stunda áhugamál sín. Í dag gegna sumarbústaðir fjölbreyttara hlutverki sem stærri viðbót við heimilið og oft fylgir meiri fjölbreytni í hönnun og útliti.

Bohemian-stíllinn

Bohemian-stíllinn snýst um frjálslega sköpun. Vinsælt er að blanda saman litum, mynstrum og áferðum. Hægt er að sækja innblástur í ferðalög um heiminn og velja efni sem eru náttúruleg, eins og rattan, þannig verður meiri tenging við náttúruna eins og þessi stíll er þekktur fyrir. Yfirbragðið á stílnum er listrænt, rýmin oft notaleg og með sterkan karakter.

Bohemian innblástur
Bohemian-stíll
Bohemian innblástur 2
Bohemian-stíll

Franski sveitastíllinn

Franski sveitastíllinn er hlýlegur og aðlaðandi og einkennist af hlutlausum litum og náttúrulegum efnum eins og lín, bómull og ull. Fólk fer frekar í antíkverslun heldur en að kaupa ný húsgögn. Til að ná fram þessum sveitarómantíska og gamla blæ þá velur fólk innbú og aðra smáhluti sem hafa veðrað útlit. Eldhúsborðið er oft hjartað í rýminu og opnar hillur þar sem diskum og bollum er leyft að njóta sín. Munstur og lífræn form eru líka mikið notuð, að blanda og para saman mynstur er einkennandi fyrir þennan stíl, yfirbragðið og tilfinningin verður meira eins og notað. Lykillinn í að blanda saman mynstrum felst í því að tengja þau saman með svipaðri litapallettu, þannig verður jafnvægi og aðlaðandi andrúmsloft frekar en kaótískt útlit. Heildaráhrif franskrar sveitahönnunar eru yfirleitt hlý og afslöppuð.

Franskur sveitastíll 3
Franskur sveitastíll
Franskur sveitastíll
Franskur sveitastíll

Miðjarðarhafsstíllinn

Miðjarðarhafstíllinn er …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Miðjarðarhafstíll 2
Sumarhús

Mismunandi stílar í sumarbústöðum

heimilisahold
Heimilistæki

Eldhústæki og -tól í brúðargjöf

Deauville 1
Ferðalög

Lestir gerðu sumarleyfi í Normandí aðgengilegri fyrir almenning

jason-briscoe-GliaHAJ3_5A-unsplash
Heimilistæki

Tæki, áhöld o.fl. fyrir heimilið