1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

Elsa Waage óperusöngkona á heimili þar sem er að finna marga fallega gamla muni. Hún bjó sér heimili á Ítalíu þar sem hún var gift en missti manninn sinn og þá fylgdu henni margir fallegir og sérstakir munir úr fjölskyldu hans.

Elsa Waage söngkona heima hjá sér
Mynd: Golli

Elsu Waage líður vel innan um munina, þeir geyma sögu fjölskyldu hennar en hún segir að heimilið eigi ekki að vera sýningarstaður fyrir aðra. Á meðal muna úr tengdafjölskyldu hennar er prótótýpa af fyrsta stiganum sem var opnanlegur og gat staðið einn og sér, stigann sem við þekkjum öll í dag en höfum líklega ekki leitt hugann að hversu mikil nýjung var á sínum tíma. Stiginn veitti mikið öryggi og hagræðingu.

Frá hverjum er þessi prótótýpa af stiganum?

„Hann er frá langafa dóttur minnar sem var frá Mílanó. Ég held að óhætt sé að segja að hann hafi verið sá fyrsti sem hannaði stiga sem var opnanlegur og hægt var að draga í sundur þannig að það þurfti ekki lengur stiga sem var hallað upp að vegg. Stiginn veitti því meira öryggi. Þessi stigi var keyptur af öllum þeim sem voru efnameiri og grein birtist í blaðinu Corriera de La Sierra, um að allar konur vildu eignast stiga frá Pietro Scorta. Ég veit nú ekki hvort það voru bara stigarnir sem þær vildu fá,“ segir Elsa og skellir upp úr.

„Hann var víst mikið upp á kvenhöndina þó svo hann væri harðgiftur, karlinn. Ég fékk þessa prótótýpu þegar ég missti manninn minn og stiginn kom með mér til Íslands,“ segir Elsa en hún var gift Emilio de Rossi, viðskiptafræðingi og umbúðahönnuði, sem var virtur hönnuður og vann til verðlauna á því sviði.

Hver var Pietro Scorta?

„Pietro Scorta og var langafi Júlíu, dóttur minnar, og faðir ömmu hennar, Luciana Scorta, síðar de Rossi. Pietro var frá Mílanó. Hann var fjallmyndarlegur, hávaxinn, 190 sentímetrar á hæð, með mikið skegg og hann var mikil týpa. Pietro hafði ríka sköpunargáfu, var snjall hönnuður og góður smiður. Hann rak fyrirtæki og smíðaði meðal annars flugvélar úr viði sem eru á flugsafninu í Como. Í …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð

Fasteignir húsnæði
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí