1
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

2
Matur

Bragðið er náttúrlega alveg sérstakt

3
Innlit

„Ég vildi hafa heimilið fallegt“

4
Ferðalög

Lestir gerðu sumarleyfi í Normandí aðgengilegri fyrir almenning

5
Hönnun

Keramíkverk eru tímalaus

6
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni

7
Matur

Gómsætt og hollt lasagna

8
Heimilistæki

Tæki, áhöld o.fl. fyrir heimilið

Til baka

Grein

Leyfa kostunum kvenna að skína í brúðarkjólnum

Þegar velja á brúðarkjól er gott að hafa nægan tíma til stefnu og prófa sig áfram. Ásdís Gunnarsdóttir, annar eigenda Loforðs, segir konur gjarnan sjá líkamann sinn upp á nýtt þegar þær máta brúðarkjóla.

Loforð
Ásdís og ÍrisEigendur Loforðs.
Mynd: Aðsend frá Loforð verslun

Verslunin Loforð nýtur mikilla vinsælda meðal tilvonandi brúðhjóna. Þar er bæði hægt að fá brúðarkjóla og leigja herraföt. Eigendur Loforðs eru kjólameistarinn Ásdís Gunnarsdóttir og Íris Hanna Hreinsdóttir, sem áður rak verslunina Brúðhjón, afsprengi Brúðarkjólaleigu Katrínar.

Valdeflandi að finna kjólinn

Það er gott að byrja að huga að brúðarkjólakaupum ári fyrir stóra daginn vegna þess að framleiðslan á kjólunum tekur yfirleitt sex til níu mánuði. Þær brúðir sem hyggjast gifta sig á sumrin bóka tíma í mátun í október eða nóvember árið á undan. „Ef þær eru tímanlega þá þarf þetta ekki að vera neitt stress og þær geta fengið hvaða kjól sem þær vilja,“ segir Ásdís.

Screenshot 2025-04-15 093109

Mátunin virkar þannig að brúðurin prófar sýnishornakjóla í ýmsum stærðum. „Við vinnum með alls konar teygjur og trikk til að láta þá virka þó þeir séu ekki í réttum stærðum. Svo er kjóllinn hennar pantaður í réttri stærð,“ útskýrir Ásdís. Þegar kjólarnir koma svo til landsins þarf alltaf að gera á þeim einhverjar breytingar til að aðlaga að brúðinni sjálfri.

Algengt er að konur mæti í mátun með tiltekinn kjól í huga en skipti svo um skoðun. „Langoftast breytist það þegar þær byrja að máta og fara jafnvel í eitthvað allt annað,“ segir kjólameistarinn.

Spurð hvað sé skemmtilegast við að aðstoða konur við að finna brúðarkjólinn svarar Ásdís að það sé að fá að taka þátt í deginum. Hún lýsir því sem valdeflandi fyrir konur að finna rétta brúðarkjólinn. „Af því að brúðarkjólar eru náttúrlega byggðir þannig að þeir eru gerðir til að leyfa kostunum að skína. Þannig að þær eru oft að sjá líkamann sinn upp á nýtt,“ bendir Ásdís á. „Þær allt í einu sjá eitthvað mitti sem þær héldu að þær væru ekki með og verða mjög glaðar með sig. Það er mjög gaman að sjá það.“

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


heimilisahold
Heimilistæki

Eldhústæki og -tól í brúðargjöf

Deauville 1
Ferðalög

Lestir gerðu sumarleyfi í Normandí aðgengilegri fyrir almenning

jason-briscoe-GliaHAJ3_5A-unsplash
Heimilistæki

Tæki, áhöld o.fl. fyrir heimilið

Úlfar Finnbjörnsson og grillmatur
Matur

Bragðið er náttúrlega alveg sérstakt