
Normandí varð eitt af fyrstu svæðunum í Frakklandi þar sem strandfrí urðu vinsæl, að hluta til vegna læknisfræðilegra skoðana um heilsusamleg áhrif sjávarlofts og að baða sig í köldu vatni, enda engin furða þar sem svæðið býður upp á fallega strandlengju. Sveitirnar og sögufrægir bæirnir höfðu lengi laðað að sér Parísarbúa. Fyrir komu lestarinnar var Normandí dreifbýlt, tiltölulega einangrað og erfitt að komast þangað og aðeins aðgengilegt þeim allra ríkustu sem áttu hestvagn.
Ferðalög á þessum tíma voru hæg, dýr og óhentug fyrir stutta dvöl með hestvögnum, bátum eða dýrum. Með byggingu járnbrauta til Deauville, Trouville, Cabourg, Dieppe eða Étretat varð dvöl í Normandí möguleg fyrir millistéttarhóp líka. Bæir byggðu göngustíga, spilavíti og baðklefa. Járnbrautin flutti ekki aðeins ferðamenn heldur einnig verktaka sem byggðu villur, gistiheimili og síðar einbýlishús.
Ferð frá París til Deauville styttist úr meira en 12 klst. með hestvagni í innan við 4 klst. með lest. Normandí varð þá táknrænn staður fyrir afslöppun um helgar og í fríum. Listamenn, rithöfundar og fjölskyldur keyptu sumarhús í þorpum eins og Giverny sem er heimabær Monet.

Lestarstöðvarnar urðu inngönguleiðir að stöðum sem áður voru óaðgengilegir. Bæirnir þróuðust, oft með stuðningi einkaaðila og ríkisins. Deauville, til dæmis, var byggður frá grunni árið 1860 með stuðningi hertogans af Morny, hálfbróður Napóleons III. Stórum landareignum var skipt upp í minni lóðir fyrir sumarbústaði og fyrirtæki buðu upp á forsmíðuð timburhús („chalet“) nálægt lestarstöðvum. Í upphafi 20. aldar var það í auknum mæli talið eðlilegt fyrir millistéttina að eiga eða leigja sumarhús yfir sumarið, sérstaklega á Parísarsvæðinu.
Byggingarstílar í strandbæjum í Normandí eru fjölbreyttir og eru þekktir fyrir skemmtilega byggingarlist, þar sem hefðum er blandað saman og mismunandi stílum. Fallegi strandbærinn Deauville er dæmi um einstaka blöndu af hefðbundnum normandískum stíl og fallegu Belle …