
Jólin snúast um hefðir hjá mörgum en Ragnar gaf okkur uppskrift að krónhirti, ásamt meðlæti, og segir að þetta sé afar ljúffegur réttur en krónhjörtur er ekki tímafrekur í eldamennsku og því tilvalin jólamáltíð.
Snöggeldaður krónhjörtur
með nípumauki, karmelliseruðu graskeri og rauðvínssósu
- 800 g krónhjartarlund (skorin í fjóra bita)
- salt og pipar
- smjör/olía til steikingar
- Látið kjötið standa á borði til að ná stofuhita. Saltið og piprið vandlega.
- Steikið á heitri pönnu þannig að kjötið sé jafnbrúnað. Komið hitamæli fyrir í kjötinu og setjið í 130 gráðu heitan ofn og eldið að kjarnhita. Látið standa í 10–15 mínútur undir álpappír til að kjötið nái að jafna sig.
Nípumauk
- 2 stórar nípur
- 1 kúfuð teskeið af Edmont Fallot sinnepi
- 50 ml rjómi
- 50 g smjör
- salt og pipar
- Flysjið og sjóðið nípurnar í söltu vatni. Þegar þær eru mjúkar í gegn hellið þá vatninu frá.
- Maukið saman með rjóma, smjöri, sinnepi, salti og pipar. Haldið heitu.
Ofnristað grasker
- 1/2 butternut-grasker
- Jómfrúarolía, t.d. Olio Principe, Olio Nitti eða önnur góð olía
- salt og pipar
- ferskt timían til skreytingar
- Flysjið og skerið graskerið í litla kubba – einn sentimetra. Veltið upp úr góðri olíu, salti og pipar.
- Bakið í 180 gráðu heitum ofni þangað til að þeir eru fallega brúnaðir.
Rauðvínssósa
- 500 g hreindýrahakk, það má líka nota nautahakk
- 1/2 gulur laukur
- 2 hvítlauksrif
- smjör/olía til steikingar
- 500 ml rauðvín
- 1 grein af timían
- 500 ml kjúklingasoð
- 2 msk. smjör
- salt og pipar
Steikið hakkið og laukinn í smjöri þangað til að það fær á sig fallega brúnan lit. Saltið og piprið.
Undir lok steikingarinnar á kjötinu og lauknum, bætið þið smátt skornum hvítlauk saman við og látið steikjast í nokkrar mínútur. Gætið að brenna …




