Til baka

Innlit

Jólaljóð úr leir

Bjarni Viðar Sigurðsson leirlistamaður býr ásamt eiginmanni sínum, Guðbrandi Árna Ísberg sálfræðingi, í einbýlishúsi þar sem ljóst er að hver hlutur er vel valinn og listrænir hæfileikar njóta sín. Bjarni galdrar fram á vinnustofunni við heimilið ævintýraleg listaverk og nytjamuni sem hann selur víða um heim.

Bjarni Viðar Sigurðsson - leirlistamaður
Mynd: Golli

Bjarni Viðar Sigurðsson leirlistamaður býr ásamt eiginmanni sínum, Guðbrandi Árna Ísberg sálfræðingi, í einbýlishúsi þar sem ljóst er að hver hlutur er vel valinn og listrænir hæfileikar njóta sín. Bjarni galdrar fram á vinnustofunni við heimilið ævintýraleg listaverk og nytjamuni sem hann selur víða um heim.

Það er boðið upp á pönnukökur í eldhúsi hjónanna Bjarna Viðars Sigurðssonar og Guðbrands Árna Ísberg. Nágrannakona hafði komið með á bakka bæði upprúllaðar með sykri og svo aðrar með sultu og rjóma. Það er góður andi á heimilinu. Á eldhúsborðinu stendur kerti með ljósmynd af hundi. Leirkross fyrir framan. Aska Kolku, 15 ára gamallar Jack Russell Terrier-tíkur hjónanna, hvílir í krukku við hlið krossins.

Bjarni Viðar Sigurðsson - leirlistamaður
Á jólamarkaðinumBjarni Viðar Sigurðsson leirlistamaður í vinnustofunni sinni. Hann hélt sinn árlega jólamarkað þar í 18. sinn upp úr miðjum nóvember.
Mynd: Golli

„Við vorum í útlöndum þegar þurfti að svæfa hana. Það var erfitt. Kolka var búin að vera veik og þetta ágerðist þegar við vorum úti og við vildum ekki láta bíða með að svæfa hana. Pabbi hennar kom með okkur frá Danmörku.“ Það er augljóst að Kolka var ein af fjölskyldunni.

Við ætlum að tala um jólin, heimilið og leirinn og byrjum á jólunum. Jólamarkaðinum.

„Ég hlakka alltaf til jólanna. Hlakka til þess að fá dálitla pásu. Fá frið. Fá tíma með okkur tveimur. Þetta er griðafriðartími. Mér finnst númer eitt, tvö og þrjú að vera ekki alltaf í þessum ham og fá nærveru með sínum nánustu, hvort sem það er Guðbrandur eða einhverjir fleiri. Við erum í nánd við tímann og eldum, gerum og erum í núinu.“

Bjarni Viðar Sigurðsson - jólainnlit
FallegtGlæsilegt jólatré í glæsilegri stofu. (Mynd: Aðsend.)

Bjarni segist sjá meira um að skreyta heimilið fyrir jólin. Jólaseríur eru settar upp, jólasveinar og fleira jólaskraut.

Hjónin kaupa alltaf lifandi jólatré og segir Bjarni að sér þyki það vera mikilvægt og nefnir ilminn af trénu. „Það er öðruvísi. Ég ólst upp við að það væri lifandi jólatré.“ Og þegar kemur að jólaskrauti …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Skógrækt Reykjavíkur 09
Garðurinn

„Við tölum aldrei um galla, við tölum bara um karakter“