1
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

2
Grein

Fimm þrifráð

3
Hönnun

Keramíkverk eru tímalaus

4
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni

Til baka

Grein

Hringrás hönnunar – notað með stíl

Þórey Heiðarsdóttir og Björg Gunnarsdóttir stofnuðu stafræna markaðstorgið Munir til að auðvelda kaup og sölu á vönduðum notuðum hönnunarvörum.

Þórey Heiðarsdóttir og
Mynd: Golli

Vinkonurnar og fyrrum samstarfskonurnar, þær Þórey og Björg, höfðu lengi langað að búa til spennandi, smekklegan og notendavænan vettvang fyrir fólk til að selja notaðar hönnunarvörur og aðra vandaða húsmuni. Úr varð fyrirtækið Munir sem er nýtt markaðstorg á netinu sem stuðlar að hringrás gæða húsmuna.

Smá kynning um ykkur, hver er ykkar bakgrunnur?

Við erum báðar með menntun í fatahönnun og höfum báðar starfað mikið í kringum hönnun, hvort sem það er í kringum fallega húsmuni, arkitektúr, grafíska hönnun, stafræna miðlun eða fatahönnun. Við höfum einfaldlega brennandi áhuga á hönnun. Það var svo einmitt í fallegu hönnunarbúðinni Epal sem við kynntumst og unnum saman. Þar lærðum við svo ótrúlega margt gott og áhugi okkar á skandinavískri hönnun jókst mikið.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að byrja með Munir?

Munir er stafrænt markaðstorg þar sem hver og einn getur stofnað aðgang og selt notuð húsgögn og húsmuni með áherslu á hönnunarvörur og aðra vandaða muni. Síðan hefur þá kosti að vera notendavæn, auðvelt að finna hluti og líka bara gaman að vafra. Það er hægt að vakta ákveðna flokka sem kemur sér vel ef fólk vantar til dæmis borðstofustóla, þá vakta þau þann flokk og fá þá tölvupóst þegar nýjar vörur bætast við.

Við elskum að finna hönnunargersemar og höfum dáðst að Dönunum sem eru mjög duglegir að endurselja og þar eru margar spennandi verslanir að selja notaða hönnun. Það er mikið um hraða og ódýra framleiðslu í heiminum og umræðan síðustu ár hefur beinst mikið að fatnaði en það á líka við um húsgögn og húsmuni. Margir þessara hluta eiga bara einn eiganda og enda síðan í landfyllingu. Með þetta allt að leiðarljósi þá fannst okkur tilvalið að geta gert okkar í að auðvelda fólki bæði að selja og kaupa sér vandaða muni og gera það skemmtilegt …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Húsnæði Reykjavík
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

Hallveig Rúnarsdóttir - söngkona
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni