Ég heiti Íris Kamilla Ísaksdóttir og hef ástríðu fyrir dásamlegum sætabrauðum! Ég er konditor frá ZBC í Ringsted, Danmörku og útskrifaðist árið 2020. Síðan þá hef ég meðal annars starfað í Cakenhagen í Kaupmannahöfn og á veitingastaðnum Le Grand Réfectoire í Lyon. Í Danmörku hlaut ég þann heiður að baka fyrir sjálfa dönsku konungsfjölskylduna.

Fyrir mér er brúðartertan meira en bara kaka, hún er hápunktur á stóra deginum. Að mínu mati er það mikill heiður að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Ég legg mikla áherslu á að tertan bragðist vel, líti glæsilega út og falli inn í þema brúðkaupsins.
Uppskrift
Fyrsta skrefið er að útbúa svokallaðan Blondie Botn. Það er gert með eftirfarandi hætti:
56 g egg
56 g smjör
33 g hveiti
105 g sykur
21 g möndlumjöl
2 g lyftiduft
Bræðið smjörið, blandið þurrefnum saman og hrærið eggjunum við, einu í einu. Baka við 180°C í 25-30 mínútur, eða þar til botninn er gullinbrúnn. Gott er að miða við hringlaga 25-30cm form.
Næst er að útbúa Pekan Kröns.
26 g pekan hnetur
40 g hvítt súkkulaði
Smá salt
40 g faulletine eða kornflex
Ristið pekan hnetur í ofni í fimm mínútur og setjið í blandara. Blandið saman þangað til að áferðin verður smjörkennd. Bræðið súkkulaðið og blandið öllu saman. Krönsinu er dreift á blondie botninn eftir bakstur og kælt.
Þá er það hindberja gel.
225 g hindbergja púrra
30 g lime safi
5 g pektín
125 g sykur
60g glúkósi
Hitið púrruna, lime safa og glúkósa í potti. Blandið pektíni og sykri saman og pískið út í þegar blandan sýður. Látið malla í eina til tvær mínútur. Setjið blönduna í hringlaga sílíkon form og frystið.
Að lokum er það lime og hvítsúkkulaðimús
95 g nýmjólk
95 g rjómi
12 g sykur
26 g eggjarauður
345 g léttþeyttur …





