Tapenade
Ólífu tapenade er fljótleg og auðveld uppskrift, hvort sem þú vilt útbúa hana sem forrétt eða snakk í millimál.
Settu öll hráefnin í matvinnsluvél.
Steinlausar ólífur
Steinselju
Kapers
Ólífuolíu
Hvítlauk
Sítrónusafa
Hrærðu saman stuttlega nokkrum sinnum og skafðu svo hliðar skálarinnar. Hrærðu aftur saman nokkrum sinnum þar til allt er vel saxað, en ekki maukað, eða þar til þú nærð þeirri áferð sem þú vilt.
Ratatoullie
Þessi litríki réttur er gerður úr árstíðabundnu hráefni, léttur og leikur við bragðlaukana. Einfaldlega sagt bragðast hann eins og sumarið! Hann er frábær og auðveldari að gera en þú heldur, það tekur bara smá tíma. Sama hvað þú berð fram með honum, kjöt eða fisk, þá vekur hann alltaf lukku um leið og hann er settur á borðið og ekki skemmir fyrir hvað litirnir í honum eru fallegir. Rétturinn getur líka verið borinn fram kaldur og nýtist því daginn eftir.
Innihald
2 kúrbítar, meðalstórir grænir
2. eggaldin
1 kg tómatar
3 paprikur
2 laukar
1–2 hvítlauksrif, marið
2 greinar rósmarín
1 lárviðarlauf
½ búnt fersk steinselja
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Byrjið á því að sjóða vatn í góðum potti.
Dýfið tómötunum út í og látið liggja í tvær mínútur áður en þeir eru skrældir, skornir niður og settir í pottjárnspott með loki.
Skerið laukana.
Skerið eggaldin og kúrbít í sneiðar.
Skerið paprikurnar í báta.
Takið til stóra pönnu og hellið ólífuolíu á og hitið á meðalhita.
Steikið laukinn fyrst þar til hann verður glær og setjið hann svo í pottinn, ofan á tómatana.
Steikið síðan eggaldinsneiðarnar, paprikubátana og loks kúrbítinn og setjið jafnóðum í pottinn.
Setjið síðan kryddjurtirnar í pottinn ásamt lárviðarlaufinu og hvítlauknum.
Saltið og piprið eftir smekk.
Setjið lok á pottinn og leyfið grænmetinu að malla við vægan hita í um það bil 30 mínútur eða lengur.
Hrærið …