1
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

2
Grein

Fimm þrifráð

3
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni

4
Hönnun

Keramíkverk eru tímalaus

Til baka

Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni

Hallveig Rúnarsdóttir söngkona er með mörg járn í eldinum en hún söng nýverið óperuna Símann eftir Menotti í Iðnó í hádeginu í júní og júlí. Eins og nafnið bendir til á efnið ríkt erindi við fólk. Hallveig er mikill matgæðingur, hún hefur bloggað um mat og þróað margar uppskriftir. Hún segir það oft ráða för hvað hún eigi í ísskápnum þegar hún eldar kvöldmatinn enda sé hún mjög mikið á móti matarsóun.

Hallveig Rúnarsdóttir - söngkona
Mynd: Golli

Hallveig segist hafa fundið áhugann á að elda góðan mat þegar hún flutti að heiman og að öll systkinin hafi mjög gaman af því að elda góðan mat. Hún hafi þó ekki endilega alist upp við mataráhuga og gourmet-eldamennsku. „Ég ólst upp í stórri fjölskyldu og áherslan því ekki á gourmet-mat enda áhugasviðið ekki endilega þar hjá foreldrum mínum sem voru bæði ríkisstarfsmenn og sungu í kórum, svo var heldur ekki tími á stóru heimili. Í dag hefur mamma tímann og þá kemur í ljós að hún er fínasti kokkur. Ég ólst upp við að borða sjófugl og hvalkjöt sem var örugglega á borðum á mörgum heimilum á þeim tíma. Mataráhuginn hjá mér kviknaði þegar ég flutti að heiman sumarið sem ég var 19 ára og ég leigði með tveimur vinum mínum, Þóru Björk Ólafsdóttur vinkonu og Gunnari Hrafni, mjög góðum vini, við höfðum gaman af því að elda góðan mat og svo byggðist þetta hægt og rólega upp.

Kampavíns-majó varð til fyrir tilviljun

Hallveig lærði söng og fór í framhaldsnám í Guildhall School of Music í London. Hún segist þó ekki hafa orðið fyrir neinum mataráhrifum eða að veran þar hafi haft áhrif á sinn matarsmekk en viðurkennir þó að þar hafi hún byrjað að elda indverskan mat. „En annars get ég ekki sagt að London hafi beinlínis haft áhrif á mig og minn matarsmekk. Ég bætti hins vegar í þegar ég kynntist manninum mínum því ég var alltaf að reyna að ganga í augun á honum,“ segir Hallveig og hlær. „Þegar ég var 22 ára þá fannst mér ég finna hvíldina í eldamennskunni og mér hefur fundist svo vera alla tíð síðan en svo held ég líka að þetta sé ein leiðin fyrir marga listamenn til að losa um einhverja sköpunargáfu. Það getur verið mjög mikil hvíld fyrir …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Húsnæði Reykjavík
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

Hallveig Rúnarsdóttir - söngkona
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni