
„Timer“
Mitt uppáhaldsráð til að halda heimilinu hreinu er að setja sér tímamörk við verkefnið. Ég er sérstaklega hrifin af því að gera þetta þegar stelpan mín leggur sig, en ég byrja nánast alla lúra hjá henni á að stilla 10 mínútna timer í símanum og reyni eins og ég get að klára sem mest á þeim tíma.
Handklæðaþrif
Það er svolítið síðan ég hætti alveg að nota mýkingarefni enda eyðileggja þau hægt og rólega flíkur og þar að auki vil ég helst nota sem minnst ilmefni í þvottinn okkar. Þess í stað er ég farin að nota edik en það hefur náttúrulega lyktareyðandi og sótthreinsandi áhrif og gerir handklæðin þar að auki mjúk. Munið svo að þrífa handklæði á a.m.k. 60 °C hita.

Rykhreinsun
Það eru tvær vörur sem eru orðnar algjör holy-grail hjá mér til að takast á við rykið. Það er annars vegar Damp Duster svampurinn frá Scrub Daddy sem mér finnst frábært að nota á skenki, hillur og náttborð. Síðan er það Swiffer Duster bursti en hann nota ég á hér um bil allt á heimilinu og finnst frábært að geta notað hann ofan á skápa, hurðir og aðra staði sem er erfitt að ná í.
„Multitasking“
Ég er mjög hrifin af því að nýta dauðan tíma í þrif. Á meðan hárnæringin mallar í hárinu á mér fær sturtuglerið og blöndunartækin þvott með uppþvottalegi með Dish Daddy svampi frá Scrub Daddy. Það sama gildir þegar ég bíð með lit í augabrúnunum, þá finnst mér upplagt að þrífa klósettið.
Snögg-moppun
Eftir dag í fæðingarorlofi með 1 árs barn er hætt við því að gólfið sé allt út í mat og óhreinindum. Þá finnst mér frábært að eyða 5 mínútum í að snögg-moppa yfir gólfin og þá finnst mér frábært að nota Flash speedmop og á augabragði eru …