1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Heimilislífið

Fimm húsráð: Haltu heimilinu, geðheilsunni og buddunni í lagi

Tugir þúsunda hafa horft á efni frá Brynju Liv Bragadóttur á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir sniðugum heimilisráðum. Hér eru fimm leiðir til að halda heimilinu, geðheilsunni og buddunni í lagi samkvæmt Brynju Liv.

Brynja Liv
Mynd: Aðsend frá Brynju Liv

Vikumatseðill

Með því að skipuleggja matarinnkaup fyrir vikuna, jafnvel mánuðinn, minnkar þú útgjöldin töluvert. Reyndu að takmarka búðarferðir við eina í viku og kauptu inn allt sem þarf samkvæmt vikumatseðlinum. Þannig forðastu óþarfa kaup, nýtir matinn betur og sparar tíma.

Ofnahreinsun

Splæstu í Oven Pride frá Bónus og leyfðu hreinsiefninu að vinna sína töfra á óhreinindi bakaraofnsins. Þetta er betri leið en sjálfhreinsandi ofn og kostar ekki mikið!

Taktu til eins og óvæntur gestur sé á leiðinni í heimsókn

Heimilið getur orðið ótrúlega hreint á mettíma þegar einhver hringir og segir „ég er á leiðinni!“ Notaðu þessa orku, jafnvel þótt enginn sé á leiðinni í heimsókn. Gríptu körfu, hentu öllu sem er ekki á sínum stað í hana, feldu hana og ekki gleyma að ryksuga og þurrka af bara þar sem fólk sér!

Heimagert ediksprey

Ekki eyða peningum í dýrar og óumhverfisvænar hreinsivörur þegar þú getur búið til þína eigin. Blandaðu 1 dl af ediki í IKEA úðabrúsa, fylltu restina með vatni og voilá! Fjölnota hreinsisprey sem ég nota á nánast allt. Ódýrt og umhverfisvænt.

15 mínútna hraðatiltektin

Ef ráð nr. 3 virkar ekki, prufaðu þá að stilla klukkuna á 15 mínútur, setja tónlistina í botn og þrífa eins mikið og þú getur. Þú trúir því ekki hvað það er hægt að ná miklu á þessum stutta tíma. Gleðileg þrif! Eða, að minnsta kosti, sneggri þrif!

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Edda Björk og Magnús - brúðkaupsblaðið
Grein

„Að upplifa allt með mínu besta fólki þótti mér vænst um“

Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð