1
Grein

5 ráð fyrir umhirðu garðplanta

2
Fjármál

Slæmar tölur fyrir húsnæðislánin

3
Grein

„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“

4
Grein

Lífsgæði að vera með gróðurhús

5
Grein

Það er margt í dag til að vera þakklátur fyrir

6
Grein

Notaði fossinn sem sturtu á unglingsárunum

7
Grein

„Vinir koma hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu til þess að fara í smá hænsnaþerapíu“

8
Grein

Spennandi grillbúnaður fyrir sumarið

Til baka

Húsgögn

Fær þig til að hugsa hvað lífið hefur breyst á skömmum tíma

Kristín Hildur Ragnarsdóttir fjármálahagfræðingur erfði útsaumaðan rókokkóstól frá föðurömmu sinni sem hún heitir í höfuðið á. Stóllinn er ekki bara fallegur minjagripur heldur situr Kristín gjarnan í stólnum og tengir hann við fyrri kynslóðir og handverk sem sjaldan sést í dag.

Kristín Hildur Ragnarsdóttir dsf0474
Mynd: Golli

„Stóllinn er frá ömmu minni, Sigurlaugu Kristínu Jóhannsdóttur, sem ég heiti í höfuðið á.“

Hvenær fékkstu þennan stól?

„Ég fékk hann þegar verið var að fara í gegnum dánarbúið. Þar voru ýmsir fallegir munir, sumir fóru til barnabarna, og ég fékk þennan stól.“

Hvaða þýðingu hefur hann fyrir þig?

„Ég man vel eftir þessum stól hjá ömmu, og það hefur mikla þýðingu fyrir mig að hafa hann á heimilinu þar sem margt kemur til dæmis úr Ikea. Þegar ég komst að því að áklæðið væri útsaumur eftir ömmu fannst mér stóllinn enn dýrmætari. Þó að prjónaskapur sé enn iðkaður af fullum krafti sér maður sjaldan svona útsaumað áklæði lengur. Amma saumaði áklæðið þegar pabbi var lítill og hann man eftir því að hún greip í saumana á nokkurra ára tímabili. Áður hafði hún einnig saumað áklæði á píanóbekk, sem nú er hjá systur minni, og síðan saumaði hún annan stól í öðru mynstri og annarri litasamsetningu. Mynstrið er misfíngert og var talið út sem gerði verkið enn tímafrekara. Litirnir í mynstrinu eru fallegir og vínrauði liturinn í áklæðinu tónar vel við viðinn. Það sem maður getur tekið sér til fyrirmyndar er að fólkið stytti sér stundir með því að gera fallegar hannyrðir sem lifa áfram, í dag horfir fólkið á sjónvarpsþáttaraðir eða skrollar í símanum. Sjónvarpið var mikil breyting í lífi þessa fólks og pabbi sagði mér að þegar það kom til sögunnar hafi amma oft talað um það sem hálfgerðan tímaþjóf. Stóllinn minnir mig á fólkið mitt, hvað fólk var duglegt og nýtti tímann til góðra verka. Það er margt sem ég myndi tala um við ömmu í dag sem mér gafst ekki færi á sem barni. Amma dó á 11 ára afmælisdeginum mínum þannig að mér finnst ég hafa ýmsar tengingar við hana þrátt fyrir að ég hafi …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Mother and daughter sitting on a ledge, looking out over Las Teresitas beach in Tenerife, pointing towards the beach. Traveling with children concept
Fjármál

Mikilvægast að staðgreiða fríið

Maggý
Grein

Notaði fossinn sem sturtu á unglingsárunum

Sveinbjörn Ari Gunnarsson og gróðurhús
Grein

Lífsgæði að vera með gróðurhús