Til baka

Hönnun

„Á meðan maður hefur ástríðuna þá heldur maður áfram“

Heimilisblaðið settist niður með Kjartani Páli Eyjólfssyni, framkvæmdastjóra Epal, sem hefur einsett sér að halda hugsjón föður síns á lofti. Fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli í ár og leggur enn áherslu á sömu grunngildi og við stofnun þess, að bjóða upp á sígildar vörur sem endast.

Kjartan Páll Eyjólfsson EPAL
Kjartan Páll EyjólfssonFramkvæmdastjóri Epal segir Epal starfa eftir sömu gildum og fyrir 50 árum síðan. Markmið fyrirtækisins er að selja lífseigar og klassískar vörur sem endast. Hjá Epal er mikið lagt upp úr því að styðja við uppgang íslenskrar hönnunar.
Mynd: Golli

Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, situr í brúnleitum sófa í Epal, Skeifunni og segir blaðamanni frá stofnun fyrirtækisins árið 1975. Faðir hans, Eyjólfur Pálsson, lærði húsgagnaarkitektúr í Kaupmannahöfn og fannst vanta góða og vandaða hönnunarvöru á íslenskan markað þegar hann flutti heim. Til að byrja með gekk Eyjólfur á milli arkitekta með sýnishorn af gluggatjöldum og húsgagnaáklæði í ferðatösku og seldi fyrstu vörurnar þannig. Samhliða því vann hann á teiknistofu. Tveimur árum síðar, árið 1977, var fyrsta Epal-verslunin opnuð. „Þannig byrjaði þetta,“ segir Kjartan. „Þetta hefur alltaf verið hugsjón hjá föður mínum.“

Lífseigar og sígildar vörur

Sjálfur tók Kjartan við hlutverki framkvæmdastjóra af föður sínum fyrir 17 árum síðan. Þá hafði hann menntað sig í markaðsfræði og sinnt öðrum störfum í millitíðinni, þar á meðal verið framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar um tíma. Kjartan segir markmið Epal enn vera það sama og fyrir 50 árum síðan, að selja vandaðar gæðahönnunarvörur sem höfða til allra kynslóða.

Fram að fjármálahruninu árið 2008 var megináherslan hjá Epal á húsgögn, ljós og stærri muni. Eftir hrun varð sala gjafavöru meiri. „Fólk var enn þá að fara í afmæli og brúðkaup,“ segir Kjartan. „Það var kannski ekki að kaupa sófa á hverjum degi en það keypti enn þá litlar gjafir og lét það eftir sér.“

Á þeim tíma fann Kjartan fyrir því að fólk leitaði meira í klassíska og tímalausa hluti sem héldu verðgildi sínu. Hann er meðvitaður um að í upphafi var Epal álitin dýr hönnunarverslun en telur að nú hafi það breyst. „Ég viðurkenni það alveg að við erum með dýra hluti. En við erum líka með mjög ódýra hluti sem höfða til allra aldursbila,“ segir Kjartan. Markmiðið er að vera með sambærilegt verð og er í Danmörku.

Eitt af þeim merkjum sem hefur notið mikilla vinsælda hjá Epal er hið danska Hay. Það er aðgengilegra …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Kjartan Páll Eyjólfsson EPAL
Hönnun

„Á meðan maður hefur ástríðuna þá heldur maður áfram“

Björn Þór Sigurbjörnsson þjálfari
Heilsa

Reglufesta skiptir mestu máli fyrir heilbrigði