

Steypujárnspottar og -pönnur eru eilífðareign. Hér er stór og góð panna frá Le Creuset sem fæst í Byggt og búið. Jöfn hitadreifing tryggir góða eldun á matnum og hana má setja í ofn en hægt er að taka af viðarhandfangið sem hitnar ekki við eldun á hellu. Pönnurnar má nota á allar hellur. Vörur frá Le Creuset fara í gegnum strangt gæðaeftirlit áður en þær fara á markað. Þær koma í mörgum litum. Byggt og búið, 41.995 kr.

KitchenAid eru vandaðar og klassískar hrærivélar sem hafa þjónað mörgum heimilum í áraraðir. Þær eru þekktar fyrir gæði og útlit þeirra er löngu orðið klassískt en litavalið er töluvert en þessar hrærivélar eru yfirleitt hljóðlátar. Vélin er með 300W mótor og deigkrókur og tvær gerðir þeytara fylgja vélinni og einnig matreiðslubók á íslensku með 120 alþjóðlegum réttum. Mismunandi verð er á KitchenAid-hrærivélunum en þær eru frá 89.995 kr. En þessi sem er á myndinni er í nýjum lit og fæst m.a. í Byggt og búið og kostar 119.995 kr.

Stelton-hraðsuðuketill er afar fallegur sem tekur 1,5 l af vatni og fæst í Kúnígúnd. Verð, 14.995 kr.
AARKE-sódavatnstæki er létt, handhægt og fallegt. Tækin eru umhverfisvæn en skila má fyllingunum í tækin þegar keyptar eru nýjar. Koma í nokkrum litum. Líf og list, verð, 29.980 kr.

Matreiðslubók er upplögð gjöf fyrir brúðhjón. Hér er ein eftir Nönnu Rögnvaldar en þar kemur maður ekki að tómum kofunum. Í bókinni má finna hugmyndir og uppskriftir að alls konar mat, allt frá morgunverði til kvöldmatar, einnig fiskrétti, kjötrétti, snarl, meðlæti o.fl. spennandi og gagnlegt. Penninn, 4.699 kr.

Lodge-steypujárnspottur er upplagður undir ýmiss konar pottrétti og fyrir hægeldaðan mat. Pottinn má setja í ofn og í honum er tilvalið að baka brauð. Setja má pottinn á span-, keramík- eða gashellur. Snúran, verð, 22.900-32.900 kr.

Eldfast mót frá …