
Kristín Gunnlaugsdóttir fæddist á Akureyri 1963 og hóf ung myndlistarnám þar. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum 1987 og fór síðan að leita ævintýranna til Ítalíu. Hún var fyrst í klaustri í Róm í eitt ár þar sem hún lærði íkonagerð og málun en fór síðan til Flórens þar sem hún fullnam sig í málunaraðferð miðalda, eða eggtemperu-málun með blaðgulli. Kristín stundaði nám í fimm ár við Accademia di belle Arti í Flórens og útskrifaðist þaðan með láði. Kristín hefur haldið margar sýningar, kennt við LHÍ, Myndlistaskólann í Reykjavík og listaskóla erlendis og verið sæmd Hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til myndlistar. Hún vinnur olíumálverk, útsaumuð veggteppi, teikningar, eggtemperur með blaðgulli og vatnslitamyndir.
Segðu mér frá þessum einstaka vegg sem er í raun eins og listaverk í heild sinni.
„Veggurinn sem fyrirbæri er skemmtilegur. Allir hafa vegg inni hjá sér og það er áskorun að setja á vegginn verk í tengslum við húsgögn og lýsingu. Það myndast heild sem lýsir innri manni. Það er mikilvægt að fylgja eigin sannfæringu og smekk og þora að gera það sem mann langar til og þykir fallegt, ekki bara hlíta viðteknum smekk og halda í horfinu. Veggur sýnir persónuleika og líf manns og það er mikilvægt að þora að velja húsgögn, listaverk og lýsingu sem mynda heild. Þora að hafa lit á veggjunum. Allt þetta tengist og er frásögn af lífi manns.
Þessi tiltekni veggur er í stofunni hjá mér. Húsið er byggt í póstmódernískum stíl 1960, stofan er með hallandi þaki, löng og mjó og það getur verið erfitt form að vinna með en það er skemmtileg sjónræn áskorun að gera það lifandi og skemmtilegt og finna stað fyrir listaverk og kraftmikil húsgögn. Ég hef ekki pláss fyrir mörg verk, skipti sumum út reglulega, en þessi veggur hefur verk frá 2013 sem …