
Mér þykir óra vænt um marga hluti heimilisins, þeir koma úr svo mörgum og skemmtilegum áttum. Allt frá tyrkneskri drykkjarkönnu yfir í sparistell ömmu minnar heitinnar.
Til þess að hlutir á heimilinu fái að njóta sín þurfa þeir hlýja og fallega lýsingu. Einn af uppáhaldshlutunum er lampinn 265 hannaður af Paolo Rizzatto, 1973. Ég hef dálæti á góðri lýsingu sem gefur góða stemningu og skemmtilega fúnksjón. Paolo lýsti því best, hann sagði að lampinn væri ekki gólf, veggur eða hangandi ljós heldur björt bein lýsing sem hreyfist um rýmið og lýsir upp þá hluti sem notandinn beinir ljósinu að.
Á mínu heimili nýtum við hann í tvennum tilgangi, til að búa til góða stemningu og til þess að lýsa upp ákveðna hluti í stofunni. Strákarnir mínir nota hann aðallega sem krana og vinnuvél.
