1
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

2
Grein

Fimm þrifráð

3
Hönnun

Keramíkverk eru tímalaus

4
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni

Til baka

Grein

Búðu til notalegt sumarathvarf

Með hlýju, gróðri og góðu skipulagi verður pallur, svalir eða garður að notalegri framlengingu heimilisins fyrir bjartari daga.

shutterstock_1382387093

Að hanna útisvæði snýst oft um að skapa fallegt og aðlaðandi framhald af heimilinu þínu sem hentar þínum lífsstíl og auðvitað loftslagi. Hvort sem þú ert með stóran garð, notalegan pall eða svalir þá er auðvelt að breyta plássinu og skipulaginu í skemmtilegt svæði.

Að setja upp eldstæði á pallinn, þannig myndast hugguleg stemning og hlýja, ekkert betra en á íslensku sumarkvöldi að sitja með vinum eða ættingjum og ylja sér við eldinn.

Falleg útihúsgögn gera mikið fyrir útisvæðið og ekki verra að hafa þau í tekki eða annarri sterkri viðartegund svo það endist betur í veðráttunni á Íslandi, bæta við vatnsheldum púðum og teppum til að auka þægindin.

Stórar útimottur, annaðhvort undir sófasvæði eða matarborði, er líka góð hugmynd til að gefa svæðinu smá extra hlýju.

Græn svæði eru alltaf jafnaðlaðandi fyrir augað og gaman að hafa nóg af plöntum og blómum í mismunandi litum og velja sér blómapotta úr margs konar efnivið eins og leir og steini.

Fylgihlutir eins og bekkir, hengirúm, legubekkir, seríur og luktir er skemmtileg viðbót við útisvæðið og gefur garðinum þínum ánægjulegt yfirbragð sem gaman er að eyða tíma í.

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Húsnæði Reykjavík
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

Hallveig Rúnarsdóttir - söngkona
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni