1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Grein

Brúðarkjólar oft eins og listaverk

Brúðarkjóllinn er kafli út af fyrir sig þegar kemur að brúðkaupum. Það þarf að vanda valið. Tilvonandi brúðir kjósa sumar að láta sérsauma fyrir sig kjól, aðrar kaupa tilbúinn kjól og enn aðrar kjósa að klæðast kjól móður sinnar eða jafnvel ömmu. Kjólameistarar veita ráð um hvað þurfi að hafa í huga við val á kjól.

Brúðkaupsblað - brúðarkjólar - Bloom
BlúndaBrúðarkjóll frá Bloom. (Mynd: Eygló Gísladóttir.)

Eyrún Birna Jónsdóttir er kjólaklæðskeri og brúðarkjólahönnuður. Hún hefur hannað línu með tilbúnum brúðarkjólum, sem hún saumar líka, undir merkinu Bloom by Eyrún Birna. Varðandi nafnið, Bloom, segir hún: „Ég vildi að nafnið gæfi til kynna hvers kyns kjólar þetta eru. Bloom þýðir náttúrlega að „blómstra“ og á brúðkaupsdaginn eiga konur einmitt að blómstra og líta eins vel út og mögulegt er og líða líka þannig. Ég legg sérstaka áherslu á að kjólarnir séu þægilegir og klæðilegir þannig að öllum líði vel í þeim.“

Hún er með ákveðna línu í boði, ákveðin eintök, og er hægt að panta hjá henni í mátun og síðan saumar hún alltaf eftir málum hverrar konu svo að kjóllinn passi sem best hverri og einni.

Eyrún Birna segir að kjólarnir séu svolítið bóhemískir. „Áherslan er að þeir séu flæðandi, klæðilegir og blúndur eru sérstakt áhugamál hjá mér og finnst mér vera mikilvægt að bjóða upp á skemmtilegar, fallegar og líka öðruvísi blúndur. Þetta eru rómantískir kjólar og blúndur eru voðalega rómantískar. Síðan eru það þessi litlu smáatriði við hvern kjól sem mér finnast vera mikilvæg; að það sé einhver „wow factor“. Þá nota ég oft einmitt annaðhvort blúndu eða blúnduborða eða jafnvel kögur. Síðustu ár hefur það færst svolítið í aukana að brúðhjón kjósa sveitabrúðkaup og halda veisluna kannski í hlöðu eða jafnvel utandyra og þetta eru kjólar svolítið hannaðir með það í huga; þessa afslöppuðu rómantísku sveitastemningu.“

Innblásturinn sækir hún einfaldlega í bóhemstemningu, íslenska náttúru og sveitabrúðkaup.

Brúðkaupsblað - brúðarkjólar - Bloom
RómantískurBrúðarkjóll frá Bloom. (Mynd: Eygló Gísladóttir.)

Eyrún Birna segist vera með nokkra „grunnkjóla“ sem svo er hægt að para toppa við þannig að tilvonandi brúðir geta valið samsetningu sem hentar best. „Grunnkjólarnir“ eru ermalausir og geta konur jafnvel keypt stakan grunn ef þær vilja ekki ermar. …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð

Fasteignir húsnæði
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí