1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Grein

Best að panta vöndinn tímanlega

Það er að ýmsu að huga þegar kemur að brúðarvendinum. Ákveða þarf lögun hans, samsetningu blóma og finna rétta stærð. Elva Sóley hefur unnið hjá Dögg blómabúð síðustu ár og hvetur fólk til að panta vendina tímanlega, sér í lagi á sumrin.

Screenshot 2025-03-24 145410
Mynd: Aðsend

Það er að ýmsu að huga þegar kemur að brúðarvendinum. Ákveða þarf lögun hans, samsetningu blóma og finna rétta stærð. Elva Sóley hefur unnið hjá Dögg blómabúð síðustu ár og hvetur fólk til að panta vendina tímanlega, sér í lagi á sumrin.

Elva Sóley Schulin hefur unnið í blómabúðinni Dögg í fjögur ár. Þar er meðal annars boðið upp á brúðarvendi, brúðarmeyjuvendi, barmblóm, höfuðkransa og borðskreytingar.

Elva Sóley

Hvítt og tröllatré

Fyrsta skrefið þegar ákveða á brúðarvönd er að hafa samband við blómabúð og greina frá óskum sínum. „Svo förum við í gegnum hvaða litasamsetningu þau [tilvonandi brúðhjón] eru að pæla í og hvort að þau séu með einhver sérstök blóm í huga,“ segir Elva Sóley. „Við biðjum fólk reglulega að senda okkur hugmyndir á Pinterest þannig að við sjáum hvaða væb er í gangi. Við vinnum svo út frá því.“

Screenshot 2025-03-24 145020blom

Spurð hvaða brúðarvöndur hún haldi að verði vinsæll í sumar svarar Elva Sóley: „Ég held að það verði rosalega mikið af hvítu og tröllatré (e. eucalyptus).“ Skandinavíski stíllinn er ráðandi um þessar mundir en „inn á milli gerum við extra litríka vendi, bleika, appelsínugula og gula. Það er mjög gaman.“

Lögun brúðarvandanna getur líka verið ólík. Síðustu misseri hafa svokallaðir dropavendir notið vinsælda en þeir hanga úr höndum brúðarinnar. „Það er svolítið á milli dropavandanna sem lafa, en kúluvendir eru yfirleitt algengastir.“

Vera tímanlega

Það er mest eftirspurn eftir brúðarvöndum og blómaskreytingum í brúðkaup á sumrin. Elva Sóley hvetur fólk til að hafa samband við blómabúðir tímanlega, í minnsta lagi mánuði fyrr.

IMG_5297 2

Það er líka mikilvægt að hafa árstíð brúðkaupsins í huga. „Blóm eru tímabundin,“ útskýrir Elva Sóley. „Þú getur ekki fengið öll blómin hvenær sem er á árinu.“ Eins minnir Elva Sóley á að sjaldgæfari blóm kosti meira. „En við getum yfirleitt fundið eitthvað annað í staðinn sem er rosa svipað.“

Samkvæmt blómasalanum er gott að blómin séu sótt í blómabúðina sama dag og brúðkaupið fer fram. „Við getum haft þau í kæli og það fer best um þau hjá okkur.“

Elva Sóley hefur gaman af því að setja saman brúðarvendi. Verkið …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Edda Björk og Magnús - brúðkaupsblaðið
Grein

„Að upplifa allt með mínu besta fólki þótti mér vænst um“

Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð