1
Fjármál

Nú lækka verðtryggðu lánin

2
Matur

Bragðið er náttúrlega alveg sérstakt

3
Innlit

„Ég vildi hafa heimilið fallegt“

4
Ferðalög

Lestir gerðu sumarleyfi í Normandí aðgengilegri fyrir almenning

5
Hönnun

Keramíkverk eru tímalaus

6
Matur

Finnur sköpun og hvíld í eldamennskunni

7
Matur

Gómsætt og hollt lasagna

8
Heimilistæki

Tæki, áhöld o.fl. fyrir heimilið

Til baka

Börn

Fimm ráð fyrir barnaherbergið

Ef þig dreymir um að hanna notalegt og fallegt barnaherbergi þá eru hér nokkrar hugmyndir frá Elísabetu Ómarsdóttur innanhússarkitekt, sem gott er að hafa í huga.

Barnaherbergi 2

Að hanna barnaherbergi er skemmtilegt og skapandi ferli þar sem gaman er að leyfa ímyndunarafli og persónuleika barnsins að skína í gegn. Það fer auðvitað eftir aldri barnsins hvað hentar hverju sinni. Krakkarnir stækka hratt og tíminn flýgur áfram þannig gott er að hanna barnaherbergi með sveigjanleika í huga. Íhugaðu að notast við húsgögn sem auðvelt er að uppfæra með nýjum fylgihlutum eftir því sem áhugamál þeirra breytist.

  1. Gaman er að „brjóta“ upp rýmið með því að mála vegginn til dæmis til helminga og setja viðarlista á vegginn sem er málaður í sama lit og veggurinn. Svo er auðvitað hægt að vinna út frá einhverju þema sem er í uppáhaldi hjá barninu eins og risaeðlur, frumskóg, prinsessur eða stjörnur og geiminn.
  2. Veggfóður og mottur er líka alltaf góð hugmynd ef leitast er eftir meira punti inn í herbergið.
  3. Himnasæng, baunastóll eða tjald gerir herbergið enn huggulegra og fallegt að setja seríu og púða inn í tjaldið til að eiga kósístund eftir annasaman dag og leggjast niður og lesa skemmtilegar bækur.
  4. Ef plássið er nóg er gaman að geta sett smá klifurvegg þar sem duglegir krakkar geta fengið útrás.
  5. Til að geyma leikföng og aðra smáhluti er smart að hafa mismunandi körfur, vegghillur eða til dæmis skúffur undir rúminu til að hafa skipulagið gott og auðvelt er að taka til.

Barnaherbergi 4
Barnaherbergi 1
Barnaherbergi 3

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


heimilisahold
Heimilistæki

Eldhústæki og -tól í brúðargjöf

Deauville 1
Ferðalög

Lestir gerðu sumarleyfi í Normandí aðgengilegri fyrir almenning

jason-briscoe-GliaHAJ3_5A-unsplash
Heimilistæki

Tæki, áhöld o.fl. fyrir heimilið

Úlfar Finnbjörnsson og grillmatur
Matur

Bragðið er náttúrlega alveg sérstakt