Til baka

Heilsa

Reglufesta skiptir mestu máli fyrir heilbrigði

Björn Þór Sigurbjörnsson einka- og styrktarþjálfari segir að fjórar grunnstoðir heilbrigðs lífsstíls séu næring, svefn, hreyfing og streitustjórnun og að góð orka og líkamlegur árangur æfinga, standi og falli með þessum fjórum stoðum.

Björn Þór Sigurbjörnsson þjálfari
Reyndur þjálfariBjörn Þórhefur góða þekkingu á lífeðlisfræði, hreyfigetu fólks og að greina styrkleika og þarfir hvers og eins.
Mynd: Golli

1. Það sem er mikilvægast fyrir almennt heilbrigði og heilsu

„Í mínum huga byggist heilbrigði fyrst og fremst á góðum venjum. Fólk þarf venjur sem halda því í stöðugleikanum, ekki skyndiátök sem renna út eins og sandur í lófa. Ef venjurnar eru heilbrigðar og passa inn í lífið, þarf fólk ekki alltaf að vera að byrja upp á nýtt. Helsti munurinn á þeim sem ná árangri og þeim sem alls ekki ná honum er ekki viljastyrkur, heldur reglufesta. Það er betra að mæta tvisvar til þrisvar sinnum í viku í sex mánuði heldur en sex til sjö sinnum í viku, í fjórar vikur og hverfa svo.“

2. Næring – á að vera einföld, prótínrík og framkvæmanleg

„Fólk hefur tilhneigingu til að flækja næringuna endalaust. En líkaminn þarf endilega ekki alltaf ketó, carnivore eða eitthvað sem er allt eða ekkert. Líkaminn þarf stöðugleika.

Það þarf að leggja áherslu á:

  • prótín (1,6–2,2 g per kg)
  • grænmeti og ávexti
  • reglulegar máltíðir
  • skipulag

Ef næringin er svo flókin að hún skapar álag, þá er hún ekki sjálfbær. Fólk þarf einfaldleika.

3. Svefninn – er grunnur alls jafnvægis

Svefninn er að mati Björns stærsti og mikilvægasti þátturinn í heilbrigði. Flestir vita það en vanmeta þó. „Ef þú sefur ekki, þá vinnur líkaminn gegn þér. Svefn stjórnar hormónum, orku, hungri, skapsveiflum, eða dægursveiflu, og frammistöðu. Svefn er grunnstoð sem kemur á undan öllu öðru. Svefnlengd þarf að vera sjö til níu klukkustundir á nóttu og fólk þarf að leggjast til hvílu á sama tíma og róleg kvöld skipta öllu máli.“

4. Streita – minnka hraða, setja mörk

„Streitustjórnun er mjög mikilvæg og getur haft úrslitaáhrif,“ segir Björn. Streita rænir fólk svefni, dregur úr rútínunni, eykur framleiðslu á hungurhormóninu ghrelíni og gerir fólki erfiðara fyrir að halda rútínu. Þetta snýst um taugakerfið. Þegar taugakerfið …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Björn Þór Sigurbjörnsson þjálfari
Heilsa

Reglufesta skiptir mestu máli fyrir heilbrigði