1
Fjármál

Verðtryggðu lánin hækka mikið í maí

2
Innlit

Stílhrein kósíheit

3
Brúðkaup

„Það er svo gaman að gifta sig“

4
Húsgögn

Maður tengist gömlum munum af því þeir geyma sögur

5
Grein

Hjónaband er sameiginlegt verkefni

6
Hönnun

Uppáhaldshönnun arkitektsins: Sjö „raðhús“ byggð á þaki Fiskiðjunnar

7
Grein

Ólýsanlegt að gefa fólk saman

8
Matur

Fagna páskum með franskri eggjaköku

Til baka

Grein

„Að upplifa allt með mínu besta fólki þótti mér vænst um“

Edda Björk Ragnarsdóttir og Magnús Óskarsson, sem bæði eru lögfræðingar, giftu sig í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíðinni í ágúst 2024. Brúðkaupið var ekki einungis stóri dagurinn því allur undirbúningur, samvera með fjölskyldu og vinum í undirbúningnum og þátttaka þeirra, og jafnvel sveitunga, átti stóran þátt í að gera brúðkaupið einstakt. Edda Björk lagði sitt af mörkum til að slíkt yrði enda vildi hún að hennar nánustu myndu taka þátt í gleðinni með henni. Hún segir það hafa verið eftirminnilegast.

Edda Björk og Magnús - brúðkaupsblaðið

Edda Björk starfaði sem lögfræðingur í Genf, var ánægð með lífið og sá ekki fyrir sér að giftast. Það átti þó eftir að breytast snögglega. „Við Maggi kynntumst tveimur árum fyrir Covid, ég var að verða 30 og hann 35. Ég var í sumarfríi á Íslandi og fór í matarboð hjá frænku minni og hennar manni, ég var náttúrlega spurð hvort ég væri að hitta einhvern. Ég sagði að það væri ekkert á dagskránni, ég hefði ekki fundið neinn sem ég sæi fyrir mér sem eiginmann. Þá segir frænka mín við manninn sinn: Hvernig er með hann Magnús sem vinnur með þér á stofunni, er hann ekki einn? Mér leist vel á mynd sem ég sá af honum, addaði honum á Instagram og hann sendi mér svo skilaboð. Við ákváðum síðan að hittast og það small eitthvað hjá okkur og ég varð fljótt ástfangin,“ segir hún og brosir.

Maggi bað mín í New York með plasthring ári fyrir brúðkaupið en svo fórum við daginn eftir og völdum hring saman. Ég hafði aldrei pælt í trúlofunarhringjum þó að vinkonur mínar væru með þá en svo gerðist þetta allt í einu að ég var komin í þessa stöðu. Ég var á bleiku skýi það sem eftir var ferðarinnar og hóf undirbúninginn við heimkomu.“

Kjólaferð í Köben

Þú fórst til Köben að kaupa kjól, hvernig datt þér það í hug? „Það var draumur hjá mér að við mamma og systur mínar færum saman í kjólaleiðangur til Köben. Það er lítið úrval hér heima en ég sá að það var ágætt í Kaupmannahöfn bæði af nýjum og notuðum brúðarkjólum. Ég er mjög hrifin af notuðum fötum og brúðarkjóll er kannski notaður einu sinni og því fannst mér það koma mjög vel til greina. Við bjuggum til mæðgnaferð í kringum þetta og elsta barn eldri …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Edda Björk og Magnús - brúðkaupsblaðið
Grein

„Að upplifa allt með mínu besta fólki þótti mér vænst um“

Brúðkaupsblað - brúðartertur - 17 sortir
Grein

Háar og tignarlegar brúðartertur

shutterstock_2448348549
Grein

Fimm ráð sem tryggja skothelt brúðkaup

myrtla
Plöntur

Myrta, tákn um ást og fegurð