Edda Björk starfaði sem lögfræðingur í Genf, var ánægð með lífið og sá ekki fyrir sér að giftast. Það átti þó eftir að breytast snögglega. „Við Maggi kynntumst tveimur árum fyrir Covid, ég var að verða 30 og hann 35. Ég var í sumarfríi á Íslandi og fór í matarboð hjá frænku minni og hennar manni, ég var náttúrlega spurð hvort ég væri að hitta einhvern. Ég sagði að það væri ekkert á dagskránni, ég hefði ekki fundið neinn sem ég sæi fyrir mér sem eiginmann. Þá segir frænka mín við manninn sinn: Hvernig er með hann Magnús sem vinnur með þér á stofunni, er hann ekki einn? Mér leist vel á mynd sem ég sá af honum, addaði honum á Instagram og hann sendi mér svo skilaboð. Við ákváðum síðan að hittast og það small eitthvað hjá okkur og ég varð fljótt ástfangin,“ segir hún og brosir.
Maggi bað mín í New York með plasthring ári fyrir brúðkaupið en svo fórum við daginn eftir og völdum hring saman. Ég hafði aldrei pælt í trúlofunarhringjum þó að vinkonur mínar væru með þá en svo gerðist þetta allt í einu að ég var komin í þessa stöðu. Ég var á bleiku skýi það sem eftir var ferðarinnar og hóf undirbúninginn við heimkomu.“
Kjólaferð í Köben
Þú fórst til Köben að kaupa kjól, hvernig datt þér það í hug? „Það var draumur hjá mér að við mamma og systur mínar færum saman í kjólaleiðangur til Köben. Það er lítið úrval hér heima en ég sá að það var ágætt í Kaupmannahöfn bæði af nýjum og notuðum brúðarkjólum. Ég er mjög hrifin af notuðum fötum og brúðarkjóll er kannski notaður einu sinni og því fannst mér það koma mjög vel til greina. Við bjuggum til mæðgnaferð í kringum þetta og elsta barn eldri …