
Alina Vilhjálmsdóttir sérhæfir sig í að skapa persónuleg brúðkaup sem „eru full af smáatriðum og segja sögu brúðhjónanna með hrífandi áferðum og litum sem eru einstök eins og hvert einasta par sem ég fæ að vinna með“. Alina heldur úti vefsíðunni Og smáatriðin ásamt því að stýra hlaðvarpi undir sama nafni þar sem hún fer yfir allt sem tengist brúðkaupum.
Verið skipulögð frá upphafi
Það er ótrúlega sniðugt og frítt að vera með sér tölvupóstfang undir brúðkaupsskipulagið sem tryggir það að enginn póstur týnist, hafið gott skipulag á pósthólfinu ykkar og passið að hafa öll samskipti á einum stað (ekki á samfélagsmiðlum og í gegnum email).

Setjið saman fjárhagsplan
Þetta getur reynst erfitt fyrir marga en þar sem maður getur ekki sett mikinn pening í alla liði dagsins er gott að velja þrjá sem skipta mestu máli og spara annars staðar.
Skapið dag eftir ykkar eigin höfði
Þegar maður fer að plana brúðkaup finnur maður oft pressu og áhrif frá alls konar þáttum eins og samfélagsmiðlum, fjölskyldunni og vinum. En passið ykkur að vera alltaf ykkur sjálfum trú og ekki gera eitthvað bara því að einhver annar sagði það eða gerði. Þetta er ykkar dagur og það ætti að endurspegla ykkar persónuleika og gildi.
Bókaðu góðan ljósmyndara
Eftirsjá sem er efst á lista flestra brúðhjóna sem hafa gift sig er að bóka ekki ljósmyndara eða hafa sparað á ljósmyndara. Ekki spara á þessum lið því að þetta eru minningar sem munu ekki lifa að eilífu í huga ykkar en þær munu endast eilífðina alla í albúmi.
Setjið saman góða tímalínu fyrir daginn
Til að tryggja að dagurinn gangi spurt fyrir sig, er mikilvægt að vera með góða tímalínu sem inniheldur eins mörg smáatriði og þið getið og gefur …