Inga Elín, myndlistarmaður og hönnuður, leggur mikið upp úr að þægindi, notagildi og fegurð fari saman í keramíkverkum hennar enda eru margir muna hennar þannig að hægt er að nota þá á fleiri en eina vegu. Hún hannar nytjahluti, listmuni og einnig verðlaun og hefur vart undan.
Garðvinna hefur góð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, sem er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði, nefnir í því samhengi félagsleg tengsl, tilgang og tengsl við sjálfbærni og náttúru. Erlendar rannsóknir sýni minni tíðni geð- og hjartasjúkdóma á meðal þeirra sem búa nálægt grænum svæðum.
„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“
Undirstaðan í góðum görðum er góð gróðurmold. Til þess að fá góðan vöxt í jarðveginn er góð molta gulls ígildi. Molta getur verið af ýmsu tagi, en hún er í grunninn safn af lífrænum úrgangi sem verður síðar að mold. Við getum öll jarðgert lífrænan úrgang, hvort sem við eigum stóran garð eða bara skot í eldhúsinu fyrir bokashi tunnur. Í dag er einnig hægt að sækja moltu á ýmsum grenndarstöðvum.
Draumey Aradóttir, kennari og skáld, fór í sveit á hverju sumri frá því hún var barn og vel fram á unglingsár. Hún var hjá afa sínum og ömmu á Hnjóti á sunnanverðum Vestfjörðum en þar hefur verið til margra ára þekkt byggðasafn. Draumey á merkilega hluti eftir ömmu sína sem eru lýsandi fyrir lífið áður fyrr og segir hún veruna í sveitinni hafa haft mikil áhrif á viðhorf sitt og þakklæti til lífsins.
Björn Jóhannsson er landslagsarkitekt og eigandi Urban Beat. Hann segir heilsutengd svæði, útieldhús og umhverfisvæn sjónarmið ráðandi í garðhönnun í dag.
Guðmundur Birkir Pálsson, best þekktur sem Gummi Kíró, er lífskúnstner, áhrifavaldur og ástfanginn maður. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt en í dag er hafinn nýr kafli og á fallegu heimilinu verða til margar hugmyndir, til dæmis varðandi fyrirhugað brúðkaup hans og unnustunnar.