Skemmtilegast að setjast niður með góðu fólki og borða
Hildigunnur Einarsdóttir söngkona er mikill matgæðingur og hefur gaman af að dunda sér í eldhúsinu við að búa til góðan mat. Hún segist lítið fara eftir uppskriftum en í stað þess opnar hún ísskápinn, kíkir í skápa og athugar hvað hún á til og þannig verða margir réttir hennar til. Hún segir að það komi með móðurmjólkinni að elda upp úr sér og segist elska ítalskan mat og notar gjarnan ítalskt krydd til að fá það besta í matinn.
Lestir gerðu sumarleyfi í Normandí aðgengilegri fyrir almenning
Normandí er vinsæll sumarleyfisstaður í Frakklandi. En svæðið hefur ekki alltaf verið aðgengilegt fyrir almenning. Það breyttist með tilkomu járnbrautarlesta, sem á seinni hluta 19. aldar gjörbreytti lífsstíl borgarbúa, sérstaklega Parísarbúa, með því að gera ferðalög einfaldari, hraðari og ódýrari. Með lestarsamgöngum urðu sumarbústaðir aðgengilegri og það gerði fólki mögulegt að koma sér upp öðrum dvalarstað utan borgarinnar og hafði varanleg áhrif á búsetumynstur í Normandí.
Inga Elín, myndlistarmaður og hönnuður, leggur mikið upp úr að þægindi, notagildi og fegurð fari saman í keramíkverkum hennar enda eru margir muna hennar þannig að hægt er að nota þá á fleiri en eina vegu. Hún hannar nytjahluti, listmuni og einnig verðlaun og hefur vart undan.
Garðvinna hefur góð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, sem er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði, nefnir í því samhengi félagsleg tengsl, tilgang og tengsl við sjálfbærni og náttúru. Erlendar rannsóknir sýni minni tíðni geð- og hjartasjúkdóma á meðal þeirra sem búa nálægt grænum svæðum.
„Ég fer út í safnkassann til þess að fá jarðtengingu“
Undirstaðan í góðum görðum er góð gróðurmold. Til þess að fá góðan vöxt í jarðveginn er góð molta gulls ígildi. Molta getur verið af ýmsu tagi, en hún er í grunninn safn af lífrænum úrgangi sem verður síðar að mold. Við getum öll jarðgert lífrænan úrgang, hvort sem við eigum stóran garð eða bara skot í eldhúsinu fyrir bokashi tunnur. Í dag er einnig hægt að sækja moltu á ýmsum grenndarstöðvum.
Draumey Aradóttir, kennari og skáld, fór í sveit á hverju sumri frá því hún var barn og vel fram á unglingsár. Hún var hjá afa sínum og ömmu á Hnjóti á sunnanverðum Vestfjörðum en þar hefur verið til margra ára þekkt byggðasafn. Draumey á merkilega hluti eftir ömmu sína sem eru lýsandi fyrir lífið áður fyrr og segir hún veruna í sveitinni hafa haft mikil áhrif á viðhorf sitt og þakklæti til lífsins.