„Á meðan maður hefur ástríðuna þá heldur maður áfram“
Heimilisblaðið settist niður með Kjartani Páli Eyjólfssyni, framkvæmdastjóra Epal, sem hefur einsett sér að halda hugsjón föður síns á lofti. Fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli í ár og leggur enn áherslu á sömu grunngildi og við stofnun þess, að bjóða upp á sígildar vörur sem endast.
Bjarni Viðar Sigurðsson leirlistamaður býr ásamt eiginmanni sínum, Guðbrandi Árna Ísberg sálfræðingi, í einbýlishúsi þar sem ljóst er að hver hlutur er vel valinn og listrænir hæfileikar njóta sín. Bjarni galdrar fram á vinnustofunni við heimilið ævintýraleg listaverk og nytjamuni sem hann selur víða um heim.
Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari grillar allan ársins hring og er að ýmsu að huga áður, á meðan og eftir að grillað er. Þá gefur hann uppskriftir að forrétti, aðalrétti og eftirrétti og er kjúklingurinn í aðalhlutverki hvað aðalréttinn varðar.