Jónína Guðnadóttir myndlistarmaður á langan og farsælan feril að baki. Hún heillaðist ung af leirnum en hún er einnig lærð sem glerlistamaður. Jónína hefur haldið margar sýningar á ferlinum og verið sískapandi og óhrædd við að fara nýjar leiðir með efni og útfærslum í list sinni þar sem náttúran hefur veitt henni helst innblástur. Árið 2024. var haldin yfirlitssýningin Flæðarmál á verkum Jónínu í Hafnarborg og samhliða var gefin út bók um hana og listsköpun hennar undir sama heiti.
Kryddlegið, upphitað og styrkt rauðvín er kannski ekki allra en þau sem kunna að meta jólaglögg eiga það sameiginlegt að elska það af ástríðu. Þegar frostið nístir okkur inn að beini og kertaljós birta upp dimma tilveruna í skammdeginu er fátt huggulegra en að glöggva sig aðeins. Heimilisblaðið fór á stúfana í miðbæ Reykjavíkur í lok nóvember til þess að finna út hvar væri boðið upp á jólaglögg.
Elísabet Ómarsdóttir innanhússarkitekt fer yfir þrjá mismunandi stíla sem henta vel fyrir sumarbústað og geta veitt innblástur ef breytingar eru í bígerð. Hún segir áhugaverða stíla mun fleiri, en mestu skipti að hafa hlýlegt í kringum sig og gera rýmið að sínu.
Anna Jóna Gísladóttir er fjarþjálfari sem leggur áherslu á að hjálpa konum að ná markmiðum sínum. Ein af hennar vinsælustu uppskriftum er bragðgott lasagna.
Hallveig Rúnarsdóttir söngkona er með mörg járn í eldinum en hún söng nýverið óperuna Símann eftir Menotti í Iðnó í hádeginu í júní og júlí. Eins og nafnið bendir til á efnið ríkt erindi við fólk. Hallveig er mikill matgæðingur, hún hefur bloggað um mat og þróað margar uppskriftir. Hún segir það oft ráða för hvað hún eigi í ísskápnum þegar hún eldar kvöldmatinn enda sé hún mjög mikið á móti matarsóun.