1
Fjármál

Góðar tölur fyrir verðtryggð lán

2
Veggurinn

Það skiptir öllu máli að hafa fallega list í kringum sig

3
Grein

Fæ mikið út úr því að hjálpa fólki

4
Grein

Hringrás hönnunar – notað með stíl

5
Grein

„Vinir koma hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu til þess að fara í smá hænsnaþerapíu“

6
Grein

Ánægður garðeigandi einkennir góðan garð

7
Grein

„Hver dagur er gleði“

8
Grein

Pelargónía hreinsar loft og kryddar kökur

Til baka

Grein

„Dagur drauma minna“

Íris Gunnarsdóttir og Davíð Ásgeirsson giftust þann 22. júlí 2023. Bæði athöfnin og veislan fóru fram í Borgarnesi, heimabæ hjónanna. Íris segir frá undirbúningsferlinu sem hún „dýrkaði“ og deilir góðum ráðum fyrir þau sem eru að undirbúa brúðkaup.

Davíð og Íris
Mynd: Gunnhildur Lind Photography

Það er sólríkur sumardagur í Borgarnesi. Brúðkaupsgestir í sínu fínasta pússi ganga að Borgarnesskirkju og ræða glaðlega saman. Eftirvæntingin í loftinu er áþreifanleg. Eftir stutta stund munu Íris og Davíð ganga í hjónaband, tólf árum eftir fyrstu kynni.

Í kirkjunni eru síðustu gestirnir að setjast niður. Allt í einu þagnar kliðurinn og tónlistin byrjar. Öll augu beinast að Davíð. Hann er staðsettur við altarið, klæddur í dökkblá jakkaföt og lítur brosandi í átt að kirkjudyrunum um leið og þær opnast. Gestirnir snúa sér í sætunum til þess að sjá dætur brúðhjónanna ganga inn kirkjugólfið. Nokkrum skrefum á eftir er Íris ásamt föður sínum, Gunnari.

Davíðsdætur_1nota
Ganga inn kirkjugólfiðDætur Írisar, þær Tara, Elma og Lea Mjöll ganga á undan móður sinni inn kirkjugólfið.
Mynd: Blik Studio

Íris er í gólfsíðum hvítum kjól sem er vafinn um hana miðja en opinn niður í bringu. Hárið er bundið í hnút undir brúðarslörinu. Í eyrunum eru perlulokkar og hún heldur um brúðarvönd.

Athöfnin er falleg og full af gleði. Sóknarpresturinn, Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, segir frá sambandstíð Írisar og Davíðs, biður þau að játa ást sína á hvort öðru og býður þeim svo að vígja hjónabandið með kossi. Gestir fagna og fylgjast svo með nýgiftu hjónunum keyra á brott í bláum Mercedes Benz.

Mun aldrei gleyma

Leiðir Írisar og Davíðs lágu saman árið 2011 þegar þau spiluðu bæði fyrir meistaraflokk Skallagríms í körfubolta. Síðan þá hafa hjúin eignast þrjár dætur og komið sér vel fyrir í einbýlishúsi í Borgarnesi. Það er einmitt þar sem Íris situr, tæpum tveimur árum síðar, og minnist brúðkaupsdagsins með hlýju í hjarta. „Þetta var bara algjörlega ógleymanlegur dagur og dagur drauma minna.“

Íris segir það einstaka tilfinningu að ganga inn kirkjugóflið og sjá alla vini og …

Fáðu áskrift til að lesa

Heimilisblaðið hefur gagnsemi og fegurð að leiðarljósi. Áskrift fæst fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.


Draumey Aradóttir - Heimilisblað
Grein

Það er margt í dag til að vera þakklátur fyrir

Sigrún Skaftadóttir með hænurnar sínar
Grein

„Vinir koma hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu til þess að fara í smá hænsnaþerapíu“

Grein

Tímalaus sveitaþokki við Miðjarðarhafið

Þórey Heiðarsdóttir og
Grein

Hringrás hönnunar – notað með stíl